Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 59
59
ustu sumur hafi verið venju fremur slæm, mun þó að
líkindum einnig fara svo framvegis, að byggræktun
á flestum stöðum hjer á landi misheppnist að öllu
leyti í sumum sumrum, og afurðin verði að eins lítil
sum önnur sumur, svo að ætla má, að byggræktun-
in verði að öllu samtöldu fremur til tjóns held-
ur en ábata fyrir þann, er hana stundar, jafnvel þó
hún heppnist vel í sumum árum. f>að virðist að hinu
leytinu mjög sennilegt, að ef til vill kynni að vera
hjer á landi einhverjir þeir staðir, t. d. skjólsælir smá-
blettir í fram til dala, eða þar, sem jörðin að nokkru
leyti vermist af laugum eða hverum, — þar sem mætti
gjöra sjer betri von um, að bygg mundi heppnast á
hverju ári eða í flestum árum. í sögunum1 er ámörgum
stöðum getið um akra, þar sem aldrei á að hafa brugð-
izt, að korn hafi vaxið; þannig segir í Sturlungasögu:
„f>ar var sjau nætr fastar ok fullar setið at boðinu ; af
því at þar skyldi vera hvert sumar Olafs gildi,—efkorn
gæti at kaupa, tvau mjölsáld, á þórnessþingi, — ok
vóru þar margir gildisbræðr.
Á Reykjahólum vóru svá góðir landzkostir i þann
tíma, at þar vóru aldri ófrævir akrarnir. En þat var
jafnan vani, at þar var nýtt mjöl haft til beina-
bótar ok ágætis at þeirri veizlu, ok var gildit at Olafs-
messu hvert sumar.“ (Sturlunga Saga, G. Vigfússon
Vol. I (J>orgils saga ok Hafliða io. pag. 19) Oxford
MDCCCLXXVIII).
Eptir öllum málavöxtum hlýtur hjer að vera átt
við akra, sem ræktuð hafi verið á einhver kornteg-
und, og hafi það verið á vesturlandi nokkuð norðarlega,
þar sem enn eru laugar. f>essi sami staður í sögunni
virðist enn fremur vera merkur, ef menn vilja kynna
1) Sjá „Island von Konrad Maurer Miinohen 1874. § 2“, og
„Schiibeler : Væxtriget i Norge, bls. 262“ o. s. frv.