Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 65
65
mun kunnugt. Rauðsmárann, sem er stærri
og öflugri, hef jeg reynt til að yrkja hjer á
íslandi; það var sáð til hans 4. dag júni-
mánaðar 1884, og hann lifði veturinn af
undir berum himni, og blómstraði 7. dag
ágústmánaðar 1885. Engin jurta þessara
náði að blómstra sama árið og til þeirra
var sáð. Jurt þessi varð eigi nærri því
eins stór og öflug hjer, eins og hún verð-
ur erlendis. Jegget eigi enn sem komið er
mælt fram með jurt þessari til stórra til-
rauna hjer á iandi; en það getur, ef til vill,
orðið annað ofan á, ef vel lætur í ári.
Linum. Hör.
Af hinum almenna hör (Linum usitatis-
simum) hef jeg yrkt dálítið í ár. Fræinu
var sáð 2. dag júním., kom upp 12. og 13.
dag sama mánaðar, og blómstraði 21. dag
ágústm. Jurtirnar urðu frá 18 til 20 þuml.
háar. Enda á jafnköldu sumri sem 1885
varð fræið þó hjer og hvar fullþroskað.
Hör má án efa rækta til góðra hagsmuna
hjer á landi. Nafnið Línakradalur bendir
á, að hör hafi mjög snemma verið rækt-
aður hjer.
Cannabis. Hampur.
Jeg hef þegar getið þess í inngangin-
um til skýrslu þessarar, að gjörðar hafi verið
tilraunir til þess að rækta almennan hamp
(Cannabis sativa) hjer, og þar af hef jeg
getið áhrifa þeirra, sem norðanvindurinn
hafði á þroskun hinna einstöku af jurtum
þessum. Hjer ætla jeg að eins að bæta því
Tímarit hins isl. Bókmenntafjelags. VI. 5