Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 67
Um Hóla í Hjaltadal,
eptir
Jóhann Þorsteinsson.
Hólar í Hjaltadal eru og hafa einkum verið áður
einhver hinn merkasti staður á íslandi. Eins og nærri
má geta um slíkan stað, þar sem biskupar Norðlend-
inga, margir hverjir hinir mikilhæfustu menn, höfðu
aðsetur, um svo langan aldur, þar sem annar latínu-
skóli landsins og loks prentsmiðja var höfð um langa
hríð, eru margar endurminningar tengdar við Hóla.
Jörðin Hólar er fyrir margra hluta sakir einkar-vel
löguð til þess, að vera höfuðból, því fyrst og fremst
er jörðin einhver hin ágætasta landbúnaðarjörð og
getur framfleytt stórbúi, og svo er hins að gæta, að
þótt aðflutningar og aðdrættir annars væru opt örðug-
ir, urðu þeir miklum mun greiðari við það, er skipum
var lagt í Kolbeinsárós, en þaðan er landflutningurinn
stuttur heim að Hólum. Má nærri geta, að þetta hefir
eigi verið þýðingarlítið þar sem um stórbú og mikla
aðflutninga og aflaföng er að ræða. En samhliða þess-
um kostum hafa Hólar sem biskupssetur og höfuðból
þó þann ókost, að þeir liggja eigi sem ákjósanlegast
í hjeraði. J>eir liggja, eins og kunnugt er, fremur á
afskekktum stað, í Hjaltadal, i norðausturhluta Skaga-
5*