Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Síða 114
114
vora á neðsta stigi. Af öllum þeim uppgötvunum,
sem menn þurfa að gjöra, er eins og nú stendur á
sú nauðsynlegust, að finna í sjálfum sér fjársjóð sjálf-
skapandi hæfilegleika. Menn grunar litið, hve yfir-
gripsmikill þessi hæfilegleiki er, ekki fremur en
villimaðurinn skilur þau áhrif, sem mannsins anda er
áskapað að ná yfir öflum náttúrunnar. Hann yfirgnæfir
allt vort vald yfir hinni ytri náttúru; og hversu lítið
þekkjum vér þó þessa gáfu! Sefur hún ekki hjá flest-
um mönnum óþekkt og ónotuð? þetta gjörir sjálfs-
menntun mögulega og leggur oss hana á herðar sem
helga skyldu.
I. Eg ætla þá fyrst að útlista hugmyndina sjálfs-
menntun; hún er nú í sinni víðustu þýðingu auðskil-
in. Sjálfsmenntun er sjálfsrækt. En að rækta eitthvað,
hvort heldur er planta, dýr eður sál, er sama sem að
láta það vaxa. Yöxtur, viðgangur er tilgangurinn.
Ekkert tekur á móti viðgangi (menntun) nema það,
sem lífs efni ber í sér og getur tekið þroska. Af því
leiðir, að sá, sem gjörir hvað hann getur til þess að
efla gáfur sínar og hæfilegleika, einkum sín æðri öfl,
til þess að geta orðið vel samstilt, kröptug, ágæt, far-
sæl vera, sá menntar sjálfan sig. f>essi menntun hefur
auðvitað ýmsar greinir, sem samsvara hinum ýmislegu
gáfum manneðlisins. En þótt ýmsar séu, eru þær inni-
lega sameinaðar og vaxa allar ásamt. Sálin, sem heim-
speki vor skiptir í ýmsar gáfur, er samt sem áður ein
vera, eitt líf, og beitir í senn og blandar við sama at-
vik sínum ýmislegu öflum hugsunar, tilfinningar og
vilja. þess vegna vaxa við viturlega sjálfsmenntun öll
andans öfl vorrar náttúru með samhljóðan og samræmi,
á sama hátt og allir partar plöntunnar þroskast sam-
hliða. f egar þér því heyrið talað um ýmsar greinir
sjálfs-menntunarinnar, þá megið þér ekki hugsa yður,
að aðskildar verkanir fari fram, hver annari óháðar, og