Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 117
117
er hinn háleitasti gróður í mannlegum og, eg bæti
við, í himneskum verum. Hið trúrækilega og hið
siðferðislega afl eru innilega nátengd og þroskast
samfara. Hið fyrnefnda er í sannleika fullkomnun og
æzta opinberun hins síðarnefnda. f>au eru bæði ó-
eigingjörn. J>að er kjarni sannrar trúrækni að þekkja
og tilbiðja í guði eiginlegleika allsherjar réttvísi og
kærleika og að heyra í samvizku vorri rödd hans,
sem býður oss að verða það, sem vér tilbiðjum.
Og enn: Sjálfsmenntun snertir skilningsgáfu manns-
ins. Vér getum ekki litið svo inn á við, að vér.verð-
um ekki varir við afl skilningsgáfunnar, gáfu vora til
að hugsa, dæma og álykta, gáfu vora til að leita uppi
og finna sannleikann. J>etta getur nú vissulega eng-
um dulizt; með því skilningurinn er hið mikla verkfæri,
sem vér stýrum með óskum vorum, vekur hann at-
hygli vora betur en nokkrar aðrar gáfur vorar. feg-
ar vér tölum við menn um að taka sér fram, þá er
það fyrsta, sem þeim kemur í hug, að þeir hljóti að
mennta skilning sinn og afla sér meiri þekkingar og
fróðleiks. Menntun hinna ungu skoða menn nær ein-
göngu sem menntun skilnings þeirra. í þessu skyni
eru reistar stofnanir og skólar, og hið siðferðislega og
trúrækilega uppeldi hinna ungu verður að þoka fyrir því.
Eg ber nú eins og hver annar hina dýpstu lotningu
fyrir skilningsgáfunni, en látum oss aldrei gefa henni
hærra sæti en siðferðisaflinu, sem er henni mjög svo
nátengt; menntun hennar grundvallast á því, og að
efla það er hennar æzta endimark. Hver sem æskir
þess, að skilningur sinn eflist til fullrar heilsu og
þroska, verður að byrja á siðgæðismenntuninni. Bók-
lestur og nám er ekki einhlítt til að fullkomna hugs-
unarafl vort Eitt er umfram allt nauðsynlegt, og það
er óeigingirnin, sern er sálin sjálf í allri manndyggð.
Vilji eg ná sannri þekkingu, sem er hið mikla mark