Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 122
122
leik, þvflíka tign eigum vér að gefa öllum vorum
elskuhvötum.
Enn fremur: Sjálfsmenntunin er verkleg (prakt-
isk), því eitt höfuðmark og mið hennar er að gjöra
oss framkvæmdarmenn, gjöra oss tápmikla til hvers
sem gjöra skal, venja oss á fastlyndi við áform og
fyrirætlanir, og á framkvæmdarsemi til nytsemdar í
félagslífinu, og einkum í vandræðum, i erfiðleikum,
hættum og mannraunum. En sakir tímaleysis sleppi
eg að tala frekar um þetta efni, og ætla að láta mér
nægja tvær greinir sjálfsmenntunarinnar, sem menn
hafa nálega alveg hlaupið yfir við uppfræðslu alþýð-
unnar, en ekki ætti að gjöra lítið úr.
pégar vér lítum á eðli vort, finnum vér meðal
þess aðdáunarverðu gáfna tilfinning fyrir eða skyn-
bragð á fegurð. Deili til þessa finnum vér hjá hv.erj-
um einasta manni, og engin gáfa er til, sú er þegið
geti meiri ræktun; og því skyldi þá alls engin rækt
vera við hana lögð? |>að er eptirtektavert, að þetta
afl í manneðlinu hefur takmarkalaust svæði fyrir sér
í alheiminum. J>að er allraminnsti hluti sköp-
unarverksins, sem vér getum notað í föt og fæði,
eða til þæginda líkamanum; en allt sköpunarverkið
getur þjónað og svalað fegurðarskyni voru. Fegurðin
er allstaðar nálæg. Hún springur út í vorsins óteljandi
blómum. Hún blaktar í limi trjánna og f grænblöðum
grassins. Hún byggir djúp og dali. Hún tindrar í litaprýði
skeljanna og á röndum gimsteinsins. Og ekki lýsir hún
sér einungis í þessum stöku hlutum, heldur er hafið og
fjöllin og skýin, himininn og stjörnurnar og komandi
og kveðjandi sól: allt er umvafið fegurð. Alheimurinn
er hennar musteri; og þeir menn, sem lært hafa að
þekkja hana, geta ekki litið svo upp augunum, án
þess þeir finni hana hringinn í kring um sig. Og nú
er þessi fegurð svo dýrmæt, sá unaður, sem hún veit-