Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 124
124
nauðsynlegast þeim stéttum, er hin ósnotrari störf
miða til að ala hjá klúrari hugsunarhátt. Af hinu út-
breidda fegurðarskyni Forngrikkja og hljóðlistaskyni
fjóðverja nú megum vér læra, að alþýðan getur einn-
ig tekið hlutdeild í hinum æðri unaðsemdum, er menn
hafa hingað til ætlað að ekki nema fáir gætu notið.
Hvað fegurð sé, er sú spurning, sem hinir djúpsæustu
andar hafa ekki getað úr leyst til hlítar, og enda þótt
eg gæti það, á ekki við að rannsaka það nú. En eitt
vildi eg segja: fegurð hins sýnilega sköpunarverks er
innilega skyld hinum ástúðlegu, tignarlegu og lær-
dómsríku eiginlegleikum sálarinnar. Hún er þeirra
spegill eða ímynd. Hluturinn verður fagur í augum
vorum, þegar hann virðist losast við efniseinkenni sín
(materíu-svip sinn), doðasvipinn, hið takmarkaða og
grófgerða, en myndir hans eða hreyfingar fá léttleik
og lipurð, er virðist nálgast andann, þegar hann af-
málar fyrir oss hreinar og mildar tilfinningar, þegar
hann þenur sig út til þeirrar víðáttu, sem er skuggi
hins óendanlega, eða þegar hans lögun eða hreyfingar
með voða-fegurð tala um hinn almáttuga. Hin ytri
fegurð er þannig skyld einhverju djúpu og ósýnilegu,
hún er endurskin af andlegum eiginlegleikum; og þar
af leiðir það, að ráðið til að skilja hana og skynja
betur og betur er að rækta hinar siðgæðislegu, trúræki-
legu og þekkingarlegu gáfur, er eg þegar hef talað
um, þessa dýrðareiginlegleika andans. Eg tek
þetta fram, svo að þér sjáið, að eg vildi gjarnan
sýna, hvílíkt samband og samhljóðan drottnar milli
allra greina mannlegrar menntunar, eða hversu hver
út af fyrir sig styður allar hinar, og styðst aptur
við þær.
Ein gáfa er enn, sú er hver maður ætti að efla,
eins og föng eru til, en mjög er mishirt meðai alþýðu-
manna, og það er málsgáfan. Manninum var ekki