Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 134
134
vottaði einum sæmdarmanni, sem þar bjó, ánægju
mína yfir þeim miklu framförum, er blöstu við mér,
en hann svaraði mér því, að ein orsök velgengni þeirrar,
er eg var sjónarvottur að, væri það, að þorpsbúar
héldu sér frá áfengum drykkjum. Og vér megum
vera vissir um, að þessi siðabót verkar einnig aðra
æðri velgengni en þessa ytri. Vér efum ekki að ná-
lega á hverju heimili, sem þannig hafði tekið sér
fram, þar hafa hæfilegleikar foreldranna til að taka
sér fram í þekkingu og siðgæði stórum vaxið, og
barnanna uppeldis meðöl að sama skapi orðið áhrifa-
meiri. Eg skora á verkmennina að taka að sér mál-
efni hófseminnar svo sem þeirra eigin sök sérstak-
lega. þessar athugasemdir eru því nauðsynlegri, sem
menn eru nú víðs vegar að reyna til að gjöra sem
stendur að engu hina nýju löggjöf um takmörkun á
sölu áfengra drykkja í þeim skömtum, sem efla of-
drykkju. Eg veit, að til eru vitrir og vænir menn, sem
ætla, að stjórnin hafi farið feti lengra en hún mátti,
er hún gaf þessi lög, og horfið frá réttri leið, og þetta
sé fyrirboði þess að löggjafarvaldið taki að skipta sér
af störfum vorum og skemmtunum. Enginn lítur i
þessu efni með meira ugg og andvara til stjórnarinnar
en eg. En hitt segi eg, að þessi sök er út af fyrir
sig, henni verður ekki blandað saman við nein önnur
mál, og stjórnin er samkvæmt eðli sínu og ætlunar-
verki skuldbundin til að láta hér sérstaklega til sín
taka. Gleymi menn ekki því, að hið mikla ætlunar-
verk stjórnarinnar og æðsta embætti er ekki að gjöra
vegi, gefa einkaleyfi og efla framfarir, heldur að varna
og hnekkja glæpum gegn einstakra manna rétti og
allsherjar reglu. í þeim tilgangi setur hún hegning-
arlög, byggir fangelsi og leggur á menn þungar refs-
ingar. Sé það nú satt, að stórmikill hluti þeirra
glæpa, er stjórnin á að afstýra og niðurbrjóta, eigi ætt