Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Qupperneq 145
145
ur að athuga ekki einasta öll innanlandsmálefni, heid-
ur og samband landsins við önnur lönd, og dæma um
þá stjórnarfræði, sem snertir allan hinn siðaða heim.
Fyrir hlutdeild sína í hátign þjóðveldisins er hann
kallaður til að hafa vakandi áhuga á allsherjar málum
og athuga almennings heill. Sá maður, sem einsetur
sér að uppfylla þessar skyldur dyggilega, hann eflir
háleita sjálfsmenntun. Umhugsunin um hin miklu alls-
herjar mál, sem sundurskipta skoðunum manna hring-
inn í kringum hann og vekja alvörumiklar umræður,
hlýtur að skerpa gáfur hans og venja hann á að horfa
út fyrir sjálfan sig. Hann vex til þess þroska, þrek-
lyndis, afls og yfirgrips í andanum, sem ekki þekkist
í nokkrum harðstjórnarríkjurn.
Einhver kann að segja, að eg sé að lýsa því
hvernig frjálst stjórnarfyrirkomulag ætti að laga hugs-
unarhátt hvers einstaks manns, en ekki hvern-
ig það gjörir þetta; og þessi mótbára er allt of
sönn, eg játa það. Vorir stjórnarhættir mennta oss
ekki, eins og þeir ættu og mættu gjöra; og helzta or-
sök þessarar slæmu snurðu er auðsæ. Hún er afl tví-
drægninnar; og svo eitruð eru hennar áhrif, svo ban-
væn sjálfsmenntuninni, að eg finn mig knúðan til að
vara hvern einasta mann við henni, sem nokkra
löngun hefur á að taka sér fram. Eg segi ekki, að hún
muni leggja yðar land í eyði; hún háir harðari orustu
í móti yður sjálfum. Sannleikur, réttvísi, hreinskilni og
jöfnuður, heilbrigð skynseni, sjálfsstjórn, og viðkvæm-
ar tilfinningar verða henni sifellt að bráð.
Eg segi ekki, að þér eigið engum að fylgja í
pólitík. Flokkar þeir, sem hreyfast umhverfis yður
eru sundurleitir að skapseinkunnum, kenningum og
anda, og þó miklu minna en ástríður þeirra og ofsi
fullyrðir að þeir séu; og eptir því sem samvizkan
Tímarit hina íslenzka Bókmenntafjelags. VII. 10