Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Síða 152
152
honum væri betur varið, duga mönnum til góðrar
fræðslu um stjórnarskipun, lög og sögu og velferðar-
mál landsins, og grundvalla þannig hjá þeim þær
miklu meginreglur, sem ráða eiga meðferð einstakra
mála. Að sama skapi, sem fólkið þannig eykur þekk-
ingu sína, hættir það að vera verktól undirhyggju-
fullra stjórnmálagarpa. f>eir, semþáleita sér atkvæða,
haga þá ekki ræðu sinni eptir ástríðum og öfundsemi
manna, heldur eptir menntun þeirra og mannviti. Al-
þýðumennirnir munu þá ekki i orði heldur á borði
hafa áhrif á lög og landstjórn og um leið á vöxt sjálfra
sín og viðgang í sannleika og dyggð.
Eg ætti ekki áð skilja við pólitíkina skoðaða sem
sjálfsmenntunarmeðal, án þess að minnast á fréttablöð'-
in, með því að þau eru það, sem múgur manna mest
les; þau eru bækur alþýðunnar. Til allrar óhamingju
skilja menn ekki þeirra mikilvægi; menn athuga helzt
til lítið áhrif þeirra á sál og siði almennings. Dagblaði
ætti einhver vorra mestu gáfumanna að stýra, og tekj-
ur blaðsins ættu að vera svo ríflegar, að hann yrði
fær um að tryggja sér tillögur til blaðsins frá þeim, er
væru jöfnum gáfum gæddir. En vér verðum að taka
blöðin eins og þau eru; og sá maður sem vill efla
sjálfan sig, verður að velja sér þau, sem skást eru af
þeim, er hann nær í. Hann ætti að átiloka úr húsum
sínum eins og pestnæmi þau, sem full eru af ólyfjan og
hroða. í vali sínu á hann ekki að fara eingöngu eptir
gáfum ritstjórans, heldur öllu fremur eptir anda blaðs-
ins, réttvísi þess, óhlutdrægni og stöðugu fylgi við stór
sannindi. Og vilji hann vita hið sanna, má hann eink-
um muna að heyra báða málsparta, jafnt vörn og
sókn; hlusti hann aldrei svo á annan, að hann hlusti
ekki líka á hinn. Vér sakfellum oss sjálfa, ef vér
hlustum á ávítanir til einstakra manna, en skellum
skolleyrum við þeirra afsökunum; er það þá rétt, að