Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Qupperneq 159
159
lag, sem ekki getur við haldizt, nema með því að
kreppa og blinda sálir lýðsins.
En nú komum vér að meginatriðinu. Er ekki
unt að sætta og sameina vinnu og sjálfsmenntun ? í
fyrsta lagi höfum vér séð, að maður mitt í vinnu sinni
bæði má og á að veita sjálfum sér hina mikilvægustu
sjálfsmenntun, að hann bæði getur menntað réttlætis-
tilfinning sína, mannást og fullkomnunarlöngun. Starf-
ið er skóli þessara háu lífsafla, og hér höfum vér
sterkar líkur til að ætla, að það í öðru tilliti þurfi ekki
af eðlisnauðsyn að skemma sálina. J>ví næst höfum
vér séð, að hinar drjúgustu uppsprettur sannleika og
vísdóms eru ekki bækurnar, þótt dýrmætar séu, heldur
reynslan og eptirtektin; og þetta ér eign allra stétta.
pk er það önnur mikilsverð athugagrein, að nálega öll
vinna útheimtir andlega starfsemi, og verður bezt
unnin af þeim, sem efla sálir sínar; vinnan og sjálfs-
menntunin, þessi tvö áhugamál, eru því vinur. J>að er
andinn, þegar allt er rétt skoðað, sem vinnur verk
veraldarinnar, og því meira, sem til er af anda, því
meiru verður komið í verk. Að sama skapi sem mann-
inum vex þekking, lætur hann tiltekið vinnuafl leysa
meira verk af hendi, lætur kunnáttuna vinna fyrir
vöðvana og vinnur betur með minni fyrirhöfn. Gjörið
menn menntaðri, þá verða þeir hugvitsamir; þeir finna
upp fljótari aðferðir. Náttúru-þekking þeirra hjálpar
þeim til að stýra sér í hag hennar lögum, að skilja
þau efni, sem þeir eru að vinna úr eða með, og að
henda nytsamar bendingar, sem reynslan sífeldlega
fram býður. Meðal verkmanna, hafa ýmsar hinar nyt-
sömustu vélar verið uppfundnar. Utbreiðið menntunina,
þá verður enginn endir á dýrmætum uppgötvunum, eins
og sýnir saga þessa lands. þér ætlið, að maður án
þekkingar muni því heldur hæfur til stritvinnu, er þér
svo kallið. Farið þá suður til þrælasveitanna. J>ar er