Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 181
181
og ef skepnan fær ekki nóg af því, eyðir hún fyrst því
vatni, sem annars myndi fara frá líkamanum með útöndun
og útgufun, en hrökkvi það ekki, eyðir hún vatni
frá vökvum líkamans. Ef því mikið salt er gefið, en
lítið vatn, léttast skepnurnar fljótlega að mun; en fái
þær aptur nóg vatn, ná þær fljótt aptur sínum fyrri
þunga.
þess er áður getið, að skepnurnar fengju salt úr
grasi og heyi; en nú er að virða þetta betur fyrir sér.
En af því vér þekkjum svo lítið samsetningu jarðteg-
unda vorra og fóðurtegunda, er ekki auðvelt að vita,
hvenær saltið eða hin önnur steinefni vantar í fóðrið.
Talið er þó, að jarðvegur vor sé víða fátækur af fos-
forsýru, kalki og kalí; en þessi efni hafa mikla þýð-
ingu fyrir skepnurnar. En ekki þarf að óttast, að eigi
sé nóg af þessum efnum í töðu og góðu útheyi; því
jurtirnar þarfnast þessara efna, og nái þær fullum
þroska, er ljóst, að þær hafa nóg af þeim. Ætíð skyldi
því forðast, að gefa skepnum á vaxtarskeiði eingöngu
mjög ónýtt úthey, heldur gefa þeim kraptbetra fóður
með. En allt öðru máli er að gegna um saltið, því
jurtirnar geta náð vexti og viðgangi, þótt þær fái mjög
lítið af því; enda er það ekki sannað, að það sé nauð-
synlegt fyrir þær. Menn vita þó, að sumar jurtir geta
þrifizt vel, þó að þær fái alls ekkert af salti. En þar
sem mikið er af salti í jarðveginum, geta jurtirnar
tekið í sig töluvert af þvi, án þess að það skaði þær. í
sams konar heyi, sem spratt á ólíkum stöðum, hefir
fundizt svo mikill mismunur á salti, að numið hefir
um og yfir zokvintum1 í xoopd. af heyi. þ>að er því
ekki hægt að ráða það af fóðrinu, hvort það hefir
mikið eða lítið af salti á þeim og þeim stað,
1) 1 kvint er um '/a lóðs.