Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Síða 189
Smágreinir
um nýjar uppgötvanir, rannsóknir o. fl.
Eptir
Þorvald Thoroddsen.
Yfirborð hafsins. Til skamms tíma hafa menn ímynd-
að sér, að sjávarflöturinn væri alstaðar jafn, eða með öðr-
um orðum, að hver hluti í yfirborði hafsins á sama breidd-
arstigi væri jafnlangt frá jarðmiðju; allar hæðamælingar
hafa verið miðaðar við þenna hinn óbreytilega kúluflöt hafs-
ins. Eannsóknir frá síðari árum hafa sýnt mönnum, að
þessu er ekki þannig varið. Auk þeirra mishæða, sem
koma á sjóinn af áhrifum vindsins, af loptþyngdinni, af
flóði og fjöru, þá eru allmiklar, stöðugar mishæðir á sjón-
um, og er það aðdráttarafl landanna, sem því veldur. Ef
jarðarhnötturinn allur væri úr vatni eða haf mjög djúpt lægi
um hann allan, þá yrði yfirborð hafsins eptir lögun jarðar-
innar nokkurs konar kúluflötur (sphæroid). Nú er löndum
mjög misskipt á jörðunni og mikill munur á eðlisþyngd
landanna og hafsins; eðlisþyngd bergtegundanna í löndun-
um er hér um bil 2,7, en eðlisþyngd hafsins rúmlega 1.
Ef lóð er látið hanga í bandi, á lóðlínan að stefna beint á
miðdepil jarðar, en út af þessu getur brugðið; fjöll draga t.
d. lóðið dálítið út úr stefnunni, eptir aðdráttarafli því, sem
í þeim býr. Nú hafa menn séð, að stefna lóðlínunnar breyt-
ist um 70—80" við jaðra meginlandanna. Lóðlínuskakki,