Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 18
i8
svo að hverjum gefist kostur á að vera við, sem vill, eftir því
sem húsrúm leyfir.
Sé ekki þingmannsefni eða umboðsmenn hans viðstaddir,
skal kjörstjórnin kveðja 3 valinkunna menn, helzt af ólíkum
kjörfylgisflokkum, til að vera viðstaddir athöfnina.
42. gr.
I viðurvist og augsýn þessara mauna opnar svo yfir-
kjörstjórnin atkvæðasendingarnar úr hverjum kjörstað kjör-
dæmisins í senn og telur seðlana og úrskurðar um gildi
vafaseðlanna, unz öllum kjörstöðum í því kjördæmi er lokið.
Þá telur hún saman atkvæðin úr öllu kjördæminu og 1/sir
þann kosinn, er flest hefir atkvæði hlotið. Yafaseðlana frá
hverjum kjörstað fyrir sig umb/r og innsiglar yfirkjörstjórn-
in og geymir þá vandlega, þaugað til alþingi hefir tekið
kosningu þingmanna gilda. Svo á og einn umboðsmaður
hvers kjósanda rétt á að setja innsigli sitt fyrir umbúðirnar,
eins og fyrir er mælt í 39. gr.
43. gr.
Hafi tvö þingmannsefni eða fleiri jöfn atkvæði, kastar
kjörstjórn hlutkesti á þann hátt, að hún ritar nöfn þeiria
þingmannaefna, sem jöfn hafa atkvæði, sitt á hvern jafn-
stóran seðil, lætur seðlana samanbrotna í ílát og breiðir yfir,
og kveður til einhvern af óviðkomandi áhorfendum að draga
einn seðil úr ílátinu, og segir nafnið á seðlinum til að hanti
só kosinn.
Nú á kjördæmið að kjósa tvo þingmenn, en þrír eða
fleiri hafa jöfn atkvæði, þá skulu tveir seðlar dregnir. Þann-
ig skal tekið fyrir hvert kjördæmi af öðru, unz lokið er þeim
kjördæmum, sem atkvæði eru frá komin. Ef þörf krefur,
skal athöfninni haldið áfram næsta virkan dag eða daga, unz
henni er lokið.
44. gr.
Nú hefir umboðsmaður þingraannsefnis bókað í kjörbók
undirkjörstjórnar mótmæli sín gegn gildi kosningarathafnar-
innar, sakir ólöglegrar aðferðar eða undirbúnings við kosn-
inguna, og skal þá yfirkjörstjórnin, áður en hún 1/sir fulln-
aðarúrslitum kosningarinnar í því kjördæmi, vandlega rann-