Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 29
29
f>að er mynni á Htilli á. Að hauos eða houos hafi upp-
runalega átt við Hofsós styrkist við það, að á öðrum
landabréfum, t. d. á Z?w/-kortinu stendur bæði Hauos ý.
og Honos. Að u og n geti verið blandað saman og sett
hvort í stað annars, skilur hver maður, sem hefir fengist
við forn handrit. Honos hefir mislesist hjá öðrum sem
hatios, og hjá öðrum sem honos, og svo kemur hinn
þriðji, les á öðrum uppdrætti hauos og á öðrum honos
og tekur svo 'oæði nöfnin upp í sinn eiginn uppdrátt.
En hvaða kort hafi verið frummynd fyrir hin, verður nú
eigi sagt. En það tel eg víst, að Zamoiskiska kortið geti
eigi verið frummynd fyrir Doniskortið, því þar sem hitt
hefir rétta nafnið nidaros, hefir Donis ranglega nadaros.
Þvi svo á að taka saman, en eigi os nadar i tveimur
orðum, eins og Ólafur gjörir. Að Niðarós-nafnið færist
úr réttum stað sinum frá Noregi og út til Islands, gegn-
ir eigi meiri furðu en að Berghen, Bergensis stendur um
langan aldur á hverju Islandskortinu á fætur öðru, þótt
það þýði Björgvin í Noregi. Oisökin tilþessarar rangfær-
ingar hefir verið sú, að menn vissu að í Niðarósi var að-
setur erkibiskupsins yfir Islandi og að í Björgvin var að-
almarkaður fyrir íslenzkan varnað, svo menn héldu að
þessir tveir bæir lægju á íslandi. Að Berg(h)en sé þýzk
þýðing á ,Fjöll‘ trúi eg eigi. Nöfnin Bergensis og
Holensis er sjálfsagt að skilja svo, að þar er burtfallið
orðið episcopatus (biskupsstóll) eða ecclesia (kirkja) eða
þvíuml. Macre held eg að sé mislesið fyrir matre og
þýðir það víst Möðrufell eða Möðruvellir, eins og Ólaf-
ur bendir á. Að á kortinu frá Brussel standa nöfnin
nadar og os sitt við hverja borg, kemur til af þvi, að
höfundur þess hefir eigi vitað, að þessar tvær línur heyrðu
saman, enda hefir hann víst eigi skilið nöfnin. Að nid-
ar varð að nadar kemur og af áhrifum hjástandandi orð-
myndar: mater, matre o. s. frv.