Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 53
þráir hann, hins vegar af fjörugri, ákveðinni kristindóms-
mótspyrnu, gáfulegri heiðni. Öldugangur megnmikils
mentalifs leikur um þjóðina alla — að ógleymdri allri
lýðháskólahreyfingunni, sem ef til vill hefir átt meiri þátt
en nokkuð annað í því að gera Dani að þjóð, sem allir
skynsamir menn bera hina mestu virðingu fyrir, af því
að su hreyfing hefir lokið upp augum þjóðarinnar fyrir
því, sem háleitt er í lifinu, komið henni í skilning um,
að þetta líf sé, þrátt fyrir alt, þess vert, að menn lifi, ef
hugsjónirnar glevmast ekki, ef menn lifa ekki eins og
'dýr, heldur eins og menn.
Eg ætla mér ekki að fara að rekja sundur ástandið
hér á landi til samanburðar við þau atriði, sem eg hefi
nú minst á. Eg get ekki verið að mæða sjálfan mig né
yður á því. Eg tel það gersamlega óþarft. Yður er
öllum kunnugt um, að vér höfum ekkert af þessu, og
ekki heldur neitt annað, sem geti bætt það upp.
En hinu get eg ekki varist, að leggja þá spurningu
fyrir yður, hvort þér gerið yður ekki í hugarlund að
meira af vakandi anda, meira af skilningi, meira af
þroska, meira af mentun muni vera samfaia því ástandi,
sem eg nú hefi bent á, en því ástandi, sem vor þjóð er
í, þeim mentunarkjörum, sem vor þjóð á við að búa.
Eða eg vil öllu heldur orða spurninguna ofurlítið á
annan veg. Eg vil leggja þá spurningu fyrir alla skyn-
sama og sannleikselskandi menn, hvort þeir geri sér í
hugarlund, að þó að oss vanti kennara, þó að oss vanti
skóla, þó að oss vanti bækur, þó að ekki sé unt að iá
þjóð vora til að lesa þær fáu bækur, sem eru á boðstól-
um, þó að hún eigi við tilfinnanlegustu einangrun að búa,
þó að hún lifi í sundrung og félagsleysi í öllum efnum, þó að
enginn andans vindblær að kalla má leiki um þjóðlíf vort
— þá sé þjóð vor samt eins vel eða betur mentuð en
þær þjóðir, þar sem þessu öllu er alt anuan veg farið.