Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 59
59
ekki rétt að hefja umræður um þetta mikilfenglega mál
með því að fara út í aukaatriði.
En það stóratriði verð eg að taka fram, að kenslan
verður að vera ókeypis fyrir aðstandendur barnanna. Það
er svo mikið til hér á landi af fátækt, vesaldómi og
skilningsleysi á mikilvægi barnafræðslunnar, að vér fáum
aldrei komið henni í viðunanlegt horf að öðrum kosti.
Hér er ekki heldur í raun og veru um neitt nýtt að ræða.
Landsstjórnir, sýslustjórn, sveitarstjórnir láta stöðugt ein-
staklingana leggja fram fé og verja því svo aftur i þaríir
þeirra; og þetta er gert af því, að fénu er betur varið á
þann hátt, en ef það er í einstaklinganna höndum; það
kemur einstaklingunum sjálfum að betra haldi og það
kemur þjóðinni að betra haldi. Væru einstaklingarnir
færir um að nota féð jafn-vel, þá mætti að sjálfsögðu
færa niður að stórum mun gjöld til almenningsþarfa. Ef,
til dæmis að taka, allir jarðeigendur á landinu legðu yfir
sín lönd vegi, sem væru hagkvæmir bæði fyrir þá sjálfa
og þjóðina, þá þyrfti ekki landssjóður og sýslusjóðir að
taka stóríé af landsmönnum til þess að geta lagt vegi
um landið. En af því að landsmenn leggja ekki vegi á
annan hátt en í samlögum, þá verður að hafa þessa að-
ferðina. Því að þjóðin hefir komist að raun um, að það
sé stórtjón fyrir sig að vera vegalaus. Hér stendur mjög
líkt á. Eí þjóðin væri svo þroskuð, að hver maður, sem
á*að sjá um uppeldi barna á þessu landi, vildi leggja tölu-
vert í sölurnar og gæti lagt töluvert í sölurnar fyrir
mentun þeirra, þá væri málinu borgið með þvi að leggja
til kennarana eina. En þér vitið það vel, að þjóð vor
hefir ekki náð þeim þroska. Og munurinn á vegamálinu
og barnafræðslumálinu er mestur sá, að svo m.ikið gagn
sem vér höfum af vegunum, er þó margfalt meira um
barnafræðsluna vert fyrir oss. Því að barnafræðslan er
frumskilyrðið fyrir öllum vorum þjóðþrifum, öllu voru