Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 93
93
þau orðin að einu riti (Jehóva-ritinu, sem svo er kallað),
búið að flétta þau svo nákvæmlega hvort inn í annað,
að fullerfitt verður á köflum að ákveða, hvað heyri hvoru
þeirra til, enda líkjast þau hvort öðru í ýmsu tilliti, þótt
hvort þeirra viðhafi sitt nafnið á guði fyrir sig. Þau
rekja bæði tvö ísraels-sögu frá elztu timum og jafnframt
því sem þau eru skráð i sama tilgangi sem önnur sögurit,
að skýra frá merkustu viðburðum sögunnar og hinum
andlegu stórmennum hennar, eru þau einnig samin í
»uppbyggilegum« tilgangi, sem sé til að efla trúarlíf þjóðar-
innar, kærleika hennar til guðs, hins mikla verndara
ísraels, og lotninguna fyrir honum; en svo lofsverður
sem nýnefndur tilgangur er, þá er hann aldrei hollur
fyrir sagnaritunina, því að sú hætta er aldrei fjarri, að
sagnaritarinn eigni eldri tímum ttúarlegar hugmyndir síð-
ari tíma og lýsingin á tímum og mönnum verði við það
miður áreiðanleg.
Jahve- og Elóhímritin eru án efa að miklu leyti
samin eftir munnlegri sögusögn. Þó hafa höfundar þeirra
jafnframt stuðst við eitthvað af eldri ritum, ljóðasöfn og
lagakerfi. Alt að því helmingur r. Mós. (sköpunarfrá-
sagan síðari, önnur frásagan af flóðinu mikla, meiri hlut-
inn af patríarkasögunni,) hefir upphaflega verið skráður í
þessum tveimur ritum, enn fremur meginhluti sögunnar
í 2. Mós. i.—24., svo og 32.—34. kap. sömu bókar,
einstöku kaflar úr 4. Mós. (einkum 10.—n., 13.—14.,
20.—25. kap.), mestallur fyrri helmingur Josva-bókar (1.
—12. kap.) og nokkuð af síðari helmingi sömu bókar.
Sumir álíta, að einnig í öðrum söguritum gamla testa-
mentisins megi benda á kafla, er upphaflega hafi staðið í
þessum tveim ritum.
En á -þessu timabili er eigi að eins fengist við að
rita sögu liðinna alda. Nú er einnig tekið að rita
sögu samtíðarinnar. Þannig nefnir höfundur Konunga-