Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 119
Til sötnu bókmentategundar sem Jobs-bók ber og
að telja Jónasar-»spádómsbók«, er aðallega vegna þess, að
Jónas er þar talinn spámaður, hefir verið sett á meðal »minni
spámannanna« í biblíunni; en spádómsbók í eiginlegum
skilningi er hún eigi, heldur spámannlegt fræðirit, er á
að innprenta mönnum háleit trúarleg og siðferðileg
sannindi. Hvergi í öllu gamla testamentinu er því lýst
jafn fagurlega og hér, að miskunnsemi guðs nær til allra
manna án undantekningar og allra þjóða, ef þær snúa
sér til hans, og á hún því ágætlega vel heima í ritning-
unni. Hið sögulega efni bókarinnar er naumast að skilja
bókstaflega, þótt margir hafi viljað skilja það svo, og hin
andlega þungamiðja bókarinnar er engan veginn sjóferð
spámannsins, heldur hin aðdáanlega frásaga um undur-
njólann (Jón. 4, 1 —11). Ohugsanlegt er það þó ekki,
að einhver sögulega sannur kjarni liggi hér til grundvall-
ar, einhverjar munnmælasögur um þann Jónas spámann,
sem getið er um í 2. Kong. 14, 25. Sennilegast er, að
ritið sé samið einhvern tíma á 5. öld f. Kr. — Enn ber
hér að nefna Prédikarann. Það rit hefir ranglega verið
eignað Salómon, af því að Salómon er tilnefndur höf-
undur í upphafi ritsins; en það er dularnafn, sem höf.
hefir tekið sér, án þess honum líklega hafi nokkuru sinni
til hugar komið, að það yrði skilið öðruvísi. Ritið er
samið annaðhvort á persneska eða gríska tímabilinu, þó
naumast seinna en 200 f. Kr.
Loks er eftir að minnast hins spámannlega fræði-
rits, Daníels-bókar. Að bók þessi sé eftir Daníel sjálfan
og samin á tímum herleiðingarinnar, er nú viðurkent af
öllum, sem vit hafa á, að sé óhugsandi. Ritið sjálft ber
það með sér ómótmælanlega, að það getur með engu
móti verið samið Jyrir 300 f. Kr., og að það getur ekki
verið samið annarstaðar en í Palestínu; en allar líkur
mæla með því, að það sé ekki samið fyr en á Makka-