Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 123
123
íel, sem Hezekíel nefnir, vitum vér ekki, en óhugsanlegt
er það þó engan veginn.
Á þessu tímabili er mikill hluti sálmanna í »Sálma-
bókinnu ortur og öllu safninu raðað niður og gefið það
snið, sem rit þetta hefir í sinni miverandi mynd. Auk
sálmanna verður Harmagráturinn einnig til á þessu tima-
bili og er hann að efni og anda náskyldur iðrunar- og
bænarsálmunum í Sálmabókinni. Þetta skáldrit hafa
menn áður eignað Jeremía, en mjög er það óvísl, að
hann sé höfundur þess. Á þessu tímabili um miðja 4.
öld er einnig lokið við að safna Orðskviðunum og fær
bókin þá þessa mynd, sem vér nú eigum hana í. Loks
er eftir að nefna Lojkvæðið eða Ljóðaljóðin, það ritið, af
öllum ritum gamla testamentisins, sem langmest hefir
verið þráttað um. Því hér eru skoðanaskifti ekki að eins
um það, hve nær og af hverjum'ljóð þessi séu samin,
heldur og um það, hvernig eigi að skilja þau. Eins og
þegar hefir verið tekið fram, þráttuðu skriftlærðir Gyð-
ingar um það á 1. öld e. Kr., hvort rit þetta ætti heima
meðal hinna heilögu bóka. Verjendur þess urðu ofan á,
sennilegast með því að sýna mönnum fram á, að ljóð
þessi væru »allegorisk«. Sú skoðun á þeim var síðan
um fjölda alda ríkjandi bæði í Gyðingasamkundunni og í
kristilegri kirkju. Brúðurin átti að tákna söfnuðinn,
brúðguminn guð eða Krist. En þessi skoðun á Lofkvæð-
inu er nú að mestu horfin. Hin vísindalega guðfræði er
nú samhuga þeirrar skoðunar, að Lofkvæðið sé ekkert
annað en fagurt, veraldlegt ástarkvæði eða kerfi af ástar-
kvæðum og brúðkaupskvæðum.
Vér höfum nú í stuttu yfirliti reynt að benda á,
hvernig gamla testamentið er orðið til og niðurstaðan er