Áramót - 01.03.1907, Síða 2
6
hnignir svo á efra aldur, að þeir hafa fengið sonum
sínum búsforráðin í hendtir, bæði i andlegum og stund-
legum efnum. Niðjar þeirra, sem ýmist fluttust með þeim
börn að aldri frá ættjörðinni, eða eru bornir og harn-
fæddir hér í landi, eru á þessum árum að taka viö starf-
inu. Þessi síðar nefnda kynslóð telst miklu frenntr til
þessa lands en íslands, og börn hennar, sem viða eru á
þroskastig komin, teljast að sjálfsögðu að öllu leyti
þessu landi tilheyrandi.
Hugðnæmt væri þaö, að mega líta langt fram í
tímann og fá að vita, hvað úr þessum niðjum íslenzkra
landnámsmanna á að verða. Margir hafa reynt að
draga fortjaldið frá, en fæstir vist með miklunt árangri.
F.ngin tilraun verður hér í raun og veru gerð í þá átt,
cn um framtíðarhorfurnar, einkum frá kirkjulegu sjón-
armiði, verður liér stuttlega rætt.
Fyrst skal þá litiö á band það, er tengir oss við
fortíðina íslenzku, og hverjar horfur eru á því, að það
haldist. Og þótt maður finni, að skó sína ætti maður að
draga af fótum sér sökum helgi umhúgsunarefnisins,
þá má maður þó alls ekki láta tilfinningar tómar ráða,
cins og oft vill verða. né mæla það eitt, er börn helzt
vilja, heldur rannsaka málið blátt áfram eins og það
horfir við.
Sjálfsagt getur það verið leiðbeinandi fyrir oss að
líta i þessu sambandi til annarra innfluttra þjóðflokka
hér í Vesturheimi. En þó getum vér ekki vel borið oss
saman viö þá. Kemur það helzt til af tveim ástæðum:
Það fyrst, að vér erum langt um smærri en nokkur
þeirra. Það annað. að þeir þjóðflokkar, sem geta
komið til greina í slíkum samanburði, hafa orðið að-