Áramót - 01.03.1907, Síða 64
68
En sé ábyrgöarhluti einstaklingsins mikill, er heild-
arinnar þaö ekki síður. Hið sama lögmál, sem á aö
ráða fyrir í lífi kristins einstaklings, á að ráða fyrir i
lífi kristinnar kirkju. Hún þarf að finna til þess sem
heild, hve ábyrgðarmikið starf hún hefir með höndum,
og að það verður ekki vanrækt að ósekju. Eftir því,
sem hún gerir sér betur grein fyrir því, hvert hlutverk
hennar er, eftir því mun líka tilfinningin fyrir þeirri
ábyrgð, sem það hefir í för með sér, fara vaxandi. En
sé kirkjunni hlutverk sitt óljóst og sé það óákveðið, ligg-
ur það í hlutarins eðli, að það lamar starfsáhuga og
dregur úr ábyrgðartilfinningu hennar. Þrekvirki eru
unnin að eins af þeim, sem hafa brennandi áhuga fyrir
einhverju ákveðnu. Áhugaleysi og deyfð aftur á móti
eru einkenni þeirra, sem litla eða enga grein gera sér
fyrir hlutverki sínu eða köllun sinni. Ilver einstök
deild kirkjunnar þarf því, ef líf hennar á að vera heil-
brigt og þróttmikið, að gera sér ljósa grein fyrir skyldu
sinni, og má ekki láta sér standa á sama, hvernig liiin
er rækt. Einnig hið litla og vcika kirkjufélag vort þarf
að liafa þetta hugfast, ef erindi þess til þjóðar vorrar
á að vera rekið af nokkrum dug. í raun og veru er
nauðsynin á því enn þá brýnni fyrir oss, að gera oss
Ijósa grein fyrir skyldu vorri og ábyrgð, vegna þess vér
erum svo fámennir og veikir. Sá, sem litið á undir sér,
má ekki við því að beita kröftum sínum öfugt eða liggja
á liöi sínu. Það er lífsskilyrði, að beitt sé allri orku.
Að vér berjumst fyrir góðum málstað er það, sem á aö
gefa oss þrótt í baráttunni, en til þess að sú hugfró, sem
] vi er samfara, geti hlotnast oss, þurfum vér að finna
glögt til þess, hver köllun vor er sem kirkjufélags eða