Áramót - 01.03.1907, Síða 80
84
aft bessi öfl útiloki skynsemina, en þaö er einkenni
þeirra aft vera einhliða. I>au leiða roenn aö ástæðum,
en ekki nenia sumtim ástæðum. Þannig orsakast það
oft, að tveir menn, sem hafa jafn-mikið af skarpskygni
til að bera og verja mál sitt báðir með skynsamlegum
ástæftum, eru þó andvígir hvor öðrum. Ef gjöra ætti
grein fyrir því, hvernig á þessu standi, þyrftum vér að
vita nákvæmlega um gáfnalag beggja mannanna, sið-
ferðislegt ástand þeirra, mentun þeirra og ýmiskonar
af-töðu 1 eirra að öðru leyti í lífinu.
Þegar því vantrúin segir, að skynsemin sé öll sín
megin, þá mælir hún eins og málaflutningsmaður, sem
aö eins vill líta á aðra hlið málsins, sem fyrir liggur.
Hún beitir óneitanlega einhverjum hugsunarkrafti, leit-
ar með talsverðri eljti og finnur það, sem hún telur á-
stæður; en hún er einhliða og vill ekki sjá neitt af því,
sem á móti mælir, sópar því öllum þesskyns ástæðum
saman í eina heild og ritar yfir hrúgunni orðið
„heimska'ö Enginn getur aðhylst þetta, segir hún,
nema með blindri trú. En það er flokksfylgið, sem svo
mælir, en ekki ómenguð skynsemi.
Næsta auðvelt er að benda á ýms öfl fyrir utan
skynsemina, sem veita vaitrúnni öflugan stuðning.
Eitt af þeim öflum er hégómagirnin. Vantrúin tignar
mannlega skynsemi, og setur hana öllu öðru ofar í til-
verunni. Þetta slær á Þann streng hjá mönnum, að
þeir þurfi ekki á neinni annarri æðri skynsemi að halda;
þeir sjálfir sé færir um að rannsaka alla leyndardóma
tilverunnar. Þetta finst fjölda manna virðing fyrir sig,
og ljá ]>eir því fúslega ástæðum vantrúarinnar eyra.
Eins er því varið, er sagt er við menn, að þeir sé orðnir