Áramót - 01.03.1907, Síða 87
gi
Þrenningunni, án ]>ess menn hefðu neina vitneskju um
>að? Og tæpast verður því mótmælt, að í kristindóm-
inum, sem einn gjörir þrenninguna skiljanlega, er per-
sónulegu sambandi guðs við mennina að einu leyti lýst
með göfugri, hreinni og skynsamlegri hugmyndum, og
á hinn bóginn með hlýrri og innilegri hugsunum, en i
nokkrum öðrum trúarbrögðum.
Þetta vina-samband guðs og manna, sem frelsarinn
með dæmisögunni sinni um vínviðinn og greinarnar og
mörgum öðrum 'órðiim gjörir svo skiljanlegt, er
alt táknað með einu orði, oröinu kœrleikur. Það eru til
í heiminum að eins ein trúarbrögð, sem lýsa því, að sá
kærleikur hafi birzt í verki því, sem eg vil leyfa mér að
kalla, þótt það ef til vill líti út sem skortur á lotningu
fyrir guðdómiúum, guðlega sjálfsafneitun. Að guð
hafi birzt í Jesú Kristi til þess að íklæðast mannlegri
eymd og deyja fyrir syndir mannkynsins er ekki ein-
ungis kenning kristinnar kirkju, heldur hjartað i krist-
indóminum.
Þegar vér svo berufn saman það starf guðs, að
hann stjórnar gjörvallri tilverunni og deyr fyrir syndir
manna, erum vér þá ekki búnir að viðurkenna tvenns-
konar starf guðdómsins, sem er mjög ólíkt hvort öðru?
Er þá ekki næsta sporið að fallast á verkaskifting guð-
dómsins? Ef vér þá spyrjum, hvérnig slíkri verkaskift-
ing sé varið, þá svarar kristindómurinn með orðinu:
guðleg brenning. Kenningin um guðlega þrenningu
skýrir hina guðlegu verkaskiftingu, eða hin guðlega
verkaskifting er svona eins og þrenningar-kenningin
sýnir.
En nú segir einhver, sem á móti mælir, aö hann geti