Áramót - 01.03.1907, Side 74
78
kannast viö cigin ófullkomleika sina, en finnur til þess,
aS þeir eiga engan veginn rót sína aö rekja til opinber-
unar þeirrar, sem hún byggir á, heldur er hiS eina lækn-
ismeSal viS þeim enn þá meiri trúmenska viS orS frels-
arans og kenningu. Enda hefir öll varanleg siSbót inn-
an kristninnar hvilt á þeirn grundvelli.
Vér höfum veriS aS tala um ábyrgS kirkjunar, og
vér vildum, aS hiS litla kirkjufélag vort mætti eignast
sem mest af heilbrigSri ábyrgSar-tilfinningu.. Vér
verSum aS láta oss skiljast, aS vér erum aS reka erindi
guSs, svo oss skorti ekki hug og dug til aS vinna verk
vort. Vér megum ekki bika oss viS aS hlvSa vilja frels-
ara vors og kenningu, og aS taka dæmi hans oss til fyr-
irmyndar í einu og öllu, ef vér viljum ekki reynast ótrú-
ir þjónar hans. Annars þýSir þaS ekkert, aS vér könn-
umst viS, aS guS hafi til vor talaS fyrir soninn. Vér
höfum aSallega lagt áherzlu á þaS sem skyldu kirkjunn-
ar aS varSveita og boSa hreinan lærdóm þann, sem
drottinn vor sjálfur hóf fyrstur aS kenna, og aS leyfa
sér ekki á nokkurn hátt aS lítilsvirSa gildi þeirrar
skyldu. Ekki er því þó aS neita, aS til er dauSur rétt-
trúnaSur, sem engan ávöxt ber í lífinu nema aS leiSa af
sér þrætugirni og úlfúS, og þvi miSur vanrækir einnig
kærleiksskylduna viS náungann. En tilveru þeirrar
stefnu, eins og allra stefna, sem andstæSar eru sönnum
og lifandi kristindómi, ber aS rekja til vanrækslu náSar-
lærdómsins. MaSur þarf aS færa sér i nyt opinberun
guSs samkvæmt því, sem hún sjálf leggur fyrir. En
hún gefur ekkert tilefni til slíks dauSs rétt-trúnaSar.
Hún leggur áherzlu á hinn upplýsandi kraft orSsins,
en heldur um leiS fram nauSsyninni á samfélagi manns-