Áramót - 01.03.1907, Síða 72
/6
henni kær, að vitna hiklaust og með einurö gegn öllu
hvi, sem kemur i bága við þau. En um leið og hún
mótmælir villunni og heldur engum hlífiskildi yfir
henni, má hún ekki gleyma kærleiksskyldunni við þá,
sem villunni halda fram. Lærisveinarnir vildu forðum
kalla eld af himni yfir þá, sem mótspyrnu veittu, en hann
sem bað fyrir þeim jafnvel, sem ofsóttu hann og kross-
festu, sýndi þeirrt villu þeirra. Kirkjan þarf Því að
gera sér það ljóst, að hjá frelsaranum kemur það alls
ekki í bága hvort við annað, að vera vandlátur um kenn-
inguna og kærleiksríkur við þá, sem vilt fara. Þegar
einhver í nafni kærleikans vill gera lítið úr helgi kenn-
ingarinnar og nauðsyn, hefir það ekkert við að styðjast
í dæmi Krists. Hann leggur einmitt mestu áherzlu á
það, að halda kenningunni hreinni. Sjálfur sagðist
hann vera sannleikurinn. Um það, hve mikils
hann metur sannleikann i sambandi við rétta guðsdýrk-
un, sagði hann enn fremur: „Þeir dýrka mig til einskis,
er þeir kenna Það, sem eru manna tilskipanir.“ Það
hlutverk, sem hann fékk lærisveinum sinum, var að
kenna. Heilagur andi átti aö leiöa þá í allan sannleik-
ann. Um orðið segir hann: „Nú eruð þér hreinir fyr-
ir það orð, sem eg hefi talað til yðar.“ „Hver sem
skammast sín fyrir mig og mín orð, —------fyrir hann
rnun og mannsins sonur skammast sín-----„Sá, sem
elskar mig, hann mun varðveita mitt orð.“ „Sá, sem
forsmáir mig og meðtekur ekki mín orð, hefir þann, sem
dæmir hann; það orðið, sem eg hefi talað, mun dæma
hann á efsta degi.“ Trúmenska við orð Krists er einn-
ig gert að skilyrði fyrir bænheyrslu: „Ef þér eruð stöð-
ugir í mér og mín orð hafa stað hjá yður, þá megið Þér