Áramót - 01.03.1907, Síða 65
6g
sem eins lilnta kirkju Krists á jöröinni. A engan liátt
réttlætum vér heldur betur tilveru vora sem kirkjufélag
en með því aö sýna, að ábyrgö vor liggur oss ekki í
léttu rúmi. Og ekki megum vér gleyma því, aS enginn
vanrækir köllun sína aö ósekju.
Þaö, sem gerir ábyrgð kristins manns og kristinn-
ar kirkju svo mikla, er beinlínis tekiö fram í texta vor-
um. Það er opinberun guðs. Frelsis-l'ærdóm þann,
sem kirkjan hefir með höndum, hóf drottinn vor sjálf-
ur fyrstur að kenna. Með því að benda á þetta er höf-
undur Hebrea-bréfsins að brýna það fyrir ísraels-
mönnum, hve mikil nauðsyn sé á því, að þeir vanræki
ekki þennan lærdóm. Þetta atriði, sem hér er lögð á-
herzla á, er afar nauðsynlegt aö kristin kirkja geri sér
grein fyrir á þessum tima, því einmitt nú eru þeir marg-
ir, sem líta á kirkjuna að eins sem hvern annan mann-
legan félagskap, stofnaðan af mönnum af sjálfsdáðum.
Þeir neita þ vi, að hún hvili á grundvelli guðlegrar opin-
berunar og að hún hafi nokkurt vald frá guði að því, er
snertir kenningu eða breytni.
Hvar sem þessi skoðun ryður sér til rúms, vcröur
hún hinni réttu ábyrgðartilfinningu kirkjunnar til tjóns.
Erindi kirkjunnar til mannanna verður þá óákveðið, og
hún getur þá hvorki treyst fulltingi guðs né fundið til
þess, að hún hafi nokkurn tilverurétt, því væri þeim
grundvelli hrundið, sem kirkjan er bygð á, þ. e. guölegri
opinberun í sérstökum skilningi, þá væri það auðsjáan-
lega hin svivirðilegasta blekking, aS kirkjan haldi áfram
tilveru sinni, og þar með gefi i skyn, að hún hafi eitt-
hvert erindi til mannanna, þótt hún sé til orðin fyrir
eintóma blekkingu. — Sá sannleikur, sem kirkjan táknar