Áramót - 01.03.1907, Síða 171
175
setinn hefir einatt orðið fyrir úr vantrúaráttinni og álítum
rétt, aö þingiö votti forseta það ótvíræölega, að þaö beri
fulla tiltrú til hans í baráttu hans viö mótstööuöflin og
vilji styöja hann í henni af mætti.
2. Gleðiefni mikiö er það, hve vöxtur kirkjufélags-
ins hefir mikill veriö á síðasta ári og trúboösstarfiö vel
blessast, þar sem aö því hefir veriö unniö. Allir megum
vér hjartanlega fagna yfir hinum auknu starfskröftum,
félagsins, þar sem eru hinir ungu og efnilegu námsmenn,
sem nú eru í þjónustu kirkjufélagsms.
3. í tilefni af því aö forseti vor vekur athygli á
kosning heimatrútoösnefndarinnar á síðasta kirkjuþingi
og lætur þaö álit sitt í ljós, að hún samrímist eigi viö
grundvallarlög kirkjufélagsins, þá leyfum vér okkur að
skýra frá, að nokkur vafi mun á því vera í hugum sumra
manna, hvernig skilja eigi VI. grein grundvallarlaganna
aö því er ákvæöiö um kosningu nefnda áhrærir. Vildum
.viö því ráða þingi þessu til aö gjöra nauðsynlegan undir-
búning til að breyta orðalagi þeirrar greinar svo, að
enginn vafi geti á því leikið, að kjósa megi standandi
nefndir til meir en eins árs, ef nauðsyn krefur. En með
því að við fáum ekki séö, að kosningarfyrirkomulag það,
er viðhaft var í fyrra, sé í grundvallarlögunum bannað,
þá sjáum vér ekki ástæðu til að ráða þinginu til að nema
umrædda kosningu heimatrúboðsnefndarinnar úr gildi.
4. Þar sem forsetinn skýrir frá því, að „sérstaklega
hafi af ýmsum verið að því fundið“, að bækur hafa verið
lánaðar úr bókasafni kirkjufélagsins til kennaranna, sem í
nafni kirkjufélagsins starfa við Wesley College og Gustavus
Adolphus Coll., þá viljum við leyfa okkur að láta það álit
okkar í ljós.að aðfinslur þær sé á alls engum rökum bygðar.
Miklu fremur finst okkur ástæða til að gleðjast yfir því, að
bækur þessar geti orðið að einhverju gagni. En sjálfsagt
finst okkur, að kennararnir standi í ábyrgð fyrir bókum
þeim, er þeir þannig lána.
5. Auk mála þeirra, sem fyrir liggja frá fyrri tíð og