Áramót - 01.03.1907, Síða 45
49
komið frelsi. Tvær ritgjöröir eftir hann um þaö mál,
vandaðar og vel hugsaðar, birtust i því blaði á sein-
ustu árum þess, önnur þeirra langr og efnisríkr fyr-
irlestr. Árið 1899, tveim árum eftir að „Kirkjublaðið'-
hætti að koma út, réðst séra Lárus í það, eftir að hann
var setztr að i Reykjavík, að gefa sjálfr þar í höfuð-
staðnum út blaö það, er nefndist „Fríkirkjan", og var
frá upphaíi ákveðið, að það skyldi vera málgagn hug-
sjónar þeirrar, er nafn blaðsins ber með sér. Hóf liann
það fyrirtœki meðfratn og að líkindum hvað helzt fyrir
þá sök, að „Verði ljós!“, sem tók við af ,,Kirkjublaðinu“
og reyndar var farið að koma út (aöallega undir rit-
stjórn séra Jóns HelgasonarJ einu ári áðr en „Kirkju-
blaðið“ hætti, reyndist andstœtt fríkirkjumáliuu. Með
skýrum rökurn, sterku sannfqeringarafli og jafnvel eld-
móði barðist séra Lárus Halldórsson fyrir málinu í blaði
sínu, einkum á fyrstu árum þess, sýndi þar fram á það,
að samkvæmt guðs orði og vilja drottins ætti kristim.
kirkja að vera algjörlega frjáls og sjálfstjórnandi og
gæti aldrei verulega notið sín eða fullnœgt hinni guö-
legu köllun sinni fyrr en hún væri komin í þaö ástand.
„Fríkirkjan" átti þó ekki langan aldr; þaö blaö hætti
1902, enda var upp á síðkastiö fremr farið að snúast um
önnur mál en það, er upphaflega hafði legiö ritstjóran-
um mest á hjarta. Hann þóttist víst skilja, að áhugi
presta og annarra landsmanna fyrir tilveru frjálsrar
kirkju myiidi þá til muna vera farinn að dofna, og það
allt eins fyrir því, þótt all-stór hópr Reykvíkinga væri
seint á árinu 1899 genginn út úr þjóðkirkjunni og hefði
myndað sérstakan sjálfstœðan söfnuð, sem stendr uppi
enn i dag. Séra Lárus veitti þeim söfnuði fyrst framan