Áramót - 01.03.1907, Síða 82
86
aS hún ræöur ekki öllum ferðum sínum sjálf. Sá, sem
nokkuö skilur í mannlegri sálarfræði, hlýtur aö sjá mörg
öfl fyrir utan skynsemina, sem leiða hana. Er þaö þá
ekki fjarstæöa af vantrúnni, sem sjálf er leidd af ótelj-
andi öflum fyrir utan skynsemina, aö fleygja hví fram,
aö skynsemin sé öll hennar megin, en blind trú eina
verja kirkjunnar? Er ekki oft svo hjá oss mönnum,
aö þá er vér þykjumst vera vitrastir og hyggjum, að
vér höfum rannsakað allar ástæður, göngum vér fram
hjá sumum mikilvægustu atriðunum, og það sannast:
„Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar“?
Að sýna fram á það, að hvert einasta atriði krist-
indómsins sé i samræmi viö mannlega skynsemi, er ekki
hlutverk það, sem eg hefi tekist á hendur í þetta sinn.
Kristindómurinn er yfirgripsmikið málefni og ekki fljót-
fariö yfir hvert eitt atriði hans. Enda talar kristin pré-
dikun sifelt máli kristindómsins frammi fyrir skynsemi
heimsins. Reyndar er það fleira, sem kristin prédikun
leitast við að uppbyggja, þvi að maðurinn er meira en
eintóm skynsemi. Hann er líka tilfinning og vilji.
Hvert þaö málefni, sem hefir Þann tilgang, að bæta
mannkyniö, verður eftir mætti að forðast þann galla,
aö leggja of einhliða áherzlu á að eins sumt af þvi, sem
manneðlið þarfnast, heldur leitast við að þroska mann-
inn eins og hann er i eðli sinu og með þeim Þörfum, sem
guð ætlaði honum. En samfara þvi, að örva kærleiks-
ríkar tilfinningar hjá tilheyrendum sínum og styðja
viljaþrek þeirra í siðferðisbaráttunni, talar hver sann-
kristin prédikun til skynseminnar.
f erindi þessu er ekki unt að benda á nema fáein
atriði, sem snerta þetta mikla mál. Eg ætla að minnast