Áramót - 01.03.1907, Page 173
177
FjórSi liöur var samþyktur.
Fimti liöur sömuleiöis.
Var svo nefndarálitiö meö áorönum breytingum sam-
þykt.
Þá lagði séra K. K. Ólafsson fram svo hljóðandi skýrslu
frá heiöingjatrúboös-nefndinni:
Vér, sem á síðasta kirkjuþingi vorum kosnir til aö
hafa með höndum heiðingjatrúboðs-mál kirkjufélagsins á
umliðnu ári, leyfum oss hér með að leggja fram skýrslu
vora fyrir kirkjuþingið.
Nefndin hafði með sér fund í Febrúarm. síðastl., og
kom sér þá sarnan um, að minna alla söfnuði í kirkjufélag-
inu á það bréflega, að sinna málinu að einhverju leyti á
árinu, annaðhvort á íöstunni, eins og gjört var ráð fyrir á
síðasta þingi, eða í annan tíma, væri hitt ekki hægt. Allir
prestarn'r gjörðu heiðingjatrúboðsmálið að umtalsefni
við guðsþjónustur í söfnuðum sínum á föstunni, og voru
þá samskot tekin málinu til stuðnings.
Það gleður oss að geta bent á, að áhuginn fyrir þessu
máli fer stöðugt vaxandi innan kirkjufélagsins. Undirtekt-
irnar á þessu síðastliðna ári hafa verið sérstaklega góðar.
Tuttugu söfnuðir hafa stutt málefnið fjárhagslega á árinu.
Auk þess hafa fjögur bandalög, og ýmsir einstaklingar, lagt
til þess. Sjóðurinn var á síðasta kirkjuþingi $637.45.
Hefir hann vaxið á árinu um $538.28. Það, sem rætt hefir
verið og ritað um þetta mál, er því auðsjáanlega farið að
bera ávöxt. Viðbótin í sjóðinn á þessu ári er hátt upp í það
nóg til að kosta einn trúboða meðal heiðingja.
Því miður getum vér ekki nú bent á neinn væntanlegan
heiðingja-trúboða vor á meðal, en það teljum vér hina
mestu nauðsyn að geta byrjað sem fyrst á einhverri trú-
boðs-starfsemi meðal heiðingjanna í nafni kirkjufélagsins.
Vér leggjum til:
1. Að því verði haldið áfram, eins og að undanförnu,