Áramót - 01.03.1907, Síða 78
82
drottins nafni fHós. 4, 6). Og Jesús Kristur lýsir sam-
tið sinni með einhverjum eftirtektarverðustu orðum
gamla testamentisins, er hann tekur af munni Esajasar,
svo hljóðandi: „Því hjarta þessa lýðs er harðúðarfult;
hann heyrir dauflega með eyrunum, og hann lykur aug-
um sínum, svo hann skuli ekki sjá með augunum, né
heyra með eyrunum, eða skilja með hjartanu" fMatt.
13, 15J. Þó er ef til vill hvergi til eins átakanleg um-
kvörtun yfir skilningsleysi fólksins eins og í byrjun spá-
dómsbókar Esajasar, þar sem liann segir: „Uxinn
þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns; en
ísraelslýður þekkir ekkert, mitt fólk athugar ekkert“
('Esaj. 1, 3). í þessu sambandi má enn fremur minna
á það, sem Páll postuli segir út af kraftaverki því, er í
því var fólgið að tala annarlegum tungum: „Heldur
vil eg í söfnuðinum tala fimm orð svo skiljanleg, aö eg
geti kent öðrum, en tíit þúsund á framandi tungu“ (1.
Kor. 14, 19).
Hvaðan er þá kotnið það orðalag, sem vantrú nútíð-
arinnar er svo tamt, að skynsemin sé öll hennar megin,
en blind trú hin eina verja kirkjunnar?
Þá er þesstt skal svara, er víst skynsamlegast að
gjöra sér grein fyrir því, hvað skynsemi er. Orðið
sjálft bendir til þess, að það sé kraftur mannsins til
þess að skynja. En að skynja er að ígrunda, gjöra sér
grein fyrir hlutunum. Þetta er sama sem hugsunar-
kraftur mannsins—, sá hæfileiki, sem aðallega er í því
fólginn, að skilja, það afl i sálunni, sem knýr menn til
þess að leita eftir ástæðum og orsökum.
Eins og allir hæfileikar manna er skynsemin ófull-
komin og því ekki með öllu áreiðanleg. Jafnyel þótt