Áramót - 01.03.1907, Side 155
159
22g. Fundi var svo frestaö til kl. 9 næsta morgun, eftir
aö sungiö haföi verið aö endingu versiö nr. 650.
FJÓRDI FUNDUR—kl. 9. f.h. föstud. 21. Júní.
Allir á fundi nenia Klemens Jónasson og Björn Benson,
sem ókomnir voru, og þeir A. Goodman, J. J. Bíldfell, J. A.
Blöndal, H. Leó, G. Guttormsson og R. Fjeldsteö.
Sungin voru nokkur vers af sálminum nr. 346. Séra N.
S. Thorláksson las 1. Kor. 13 og flutti bæn.
Fundarbók frá síðustu fundum lesin og samþykt.
Fyrir hönd kjörbréfanefndarinnar skýrði Bjarni Mar-
teinsson frá, aö á þingið væri kominn frá Pembina-söfnuöi
George Peterson, og lagöi til, aö kjörbréf hans væri tekið
gilt; var þaö samþykt.
Þá lagði J. J. Vopni, ráðsmaður „Sameiningarinnar“ og
„Barnanna", fram svo hljóðandi skýrslu um hag blaöanna
og starf sitt á árinu:
Herra forseti!—Samkvæmt árskýrslu minni, sem afhent
var á kirkjuþingi í fyrra, liafði blaöið „Sameiningin" 645
lcaupendur í Bandaríkjunum og Canada,—send til íslands
99 eintök og ókeypis til manna, mentastofnana og í blaða-
skiftum 33 eintök—alls 777 eintök. Upplag blaösins var
1,000 eintök. Prentunarkostnaður $480.00 um árið. Einnig
voru prentuð 250 eint. af„Börnunum“ sérstök. Á síðastliðnu
ári, frá 19. Júní 1906 til 19. Júní 1907, hafa kaupendur
fjölgað um 60, og eru nú alls 705. Þess utan sent til íslands
81 eint., ókeypis til Bandaríkja og Canada 30 eintök.
„Börnin“ sérprentuð hafa sd.skólar í kirkjufélaginu keypt
alls 167 eint. og enn fremur 36 eintök, sem alls hafa selst
sérstök. Skuldir við blaðið, sem líklegt er að muni verða
borgaðar, eru um $500.00, að meðtöldum 22. árg. Með
byrjun 22. árg. blaðsins var byrjað að taka auglýsingar, og