Áramót - 01.03.1907, Síða 89
93
urinn hefir á þriöjn persónu þrenningarinnar, heilögum
anda. Vér mennirnir, sem erum svo bundnir viö jarö-
neskt þröngsýni, höfum sannarlega þörf á himneskri
fræðslu. En nú segir einhver, ef til vill, aö Jesús frá
Nazaret hafi kent oss þaö, sem vér þurfum aö vita eða
getum vitaö um guö. Satt er þaö, Jesús hefir kent
mannheiminum aö þekkja guö með boöskap sínum, þar
á meðal dæmisögum sínum, og i raun og veru með öllu
því, sem hann starfaði hér á jörðu. En hvernig á sú
fræðsla að veröa að notum? Með því sjálfsagt, aö
andi vor finni andann í þeim orðum og samlagist hon-
um. Það verður að vera eitthvað sameiginlegt i oss
og orðunum til þess vér getum haft full not af þeirn.
Orðin tóm eru ekki fullnægjandi fyrir oss. Vér þurf-
um á einhverju þvi afli að halda, sem knýr oss til aö
veita orðunum fúslega viðtöku, og varpar fullkomnu
ljósi skilningsins yfir orðin. Vér þurfurn að fá inn í sál
vora það afl, sem breytir orðinu í lifandi anda.
Eg gjöri ráð fyrir, að lærisveinar Jesú hafi verið
að minsta kosti i meðallagi skynsamir menn. Ekki ef-
umst vér heldur um, að þeir hafi elskað hann og hafi
haft hinn einlægasta vilja á því að hagnýta sér tilsögn
hans. Engu aö siður var hugur þeirra svo steyptur í
móti gyöinglegs þröngsýnis, að þeir gátu ekki fengið
neinn yfirgripsmikinn skilning á orðum hans meðan
hann var þeim likamlega nálægur. Það var ekki fyrr
en eftir burtför Jesú, að heilagur andi fékk náð þvi
hakli á hugum lærisveinanna, að andi þeirra gæti i sann-
leika fundið andann i orðum frelsarans. Þá fyrst í
raun og veru komust þeir í lifandi trúar-samband við
guð. Hver, sem les sögu Jesú og postulanna, getur