Áramót - 01.03.1907, Síða 68
viröist þaö, sem vakir fyrir mönnum meö því, sjaldnast
vera þaö, aö sameiningar-grundvöllurinn sé sem réttast-
ur skilningur á opinberun guös, heldur er í slíkum til-
raunum aðal-áherzlan lögð á sameininguna, en ekki á
grundvöllinn. Hver éinlægur kristinn maöur ætti að
hryggjast vfir allri baráttu milli þeirra, sem játa trú á
sama frelsara og drottin, en gleðjast yfir því, að allur
óþarfur misskilningur útrvmist og að þar komist sam-
eining á sem ekki er um neinn verulegan mismun að
ræða; en allar saineiningar-tilraunir, setn á einn eða
annan hátt byggja á þéim grundvelli, að lítið eða ekk-
ert geri til, hvernig opinberun guðs sé skilin, bera vott
,um alvörtileysi og skort á ábyrgðartilfinningu. Það
firtst oss vera að hlaða 'synd á synd ofan, að vilja bæta
úr sundrunginni með því að vanrækja það, sem drottinn
vor sjálfur hóf fyrstur að kenna. Þessu hefir líka ætið
veriö haldið fram af hinni lútersku kirkju vorri viðvíkj-
andi same ningar-tilraunum öllum. Hún hefir ekki ó-
beit á sameiningu í sjálfu sér, en hún gerir sér ekki von
um, að sú sameining verði til neinnar varanlegrar bless-
unar, sem vanrækir að taka rétt tillit til þess grundvall-
ar, sem kirkjan hvílir á—opinberunar guðs. Trúar-
játningfir sinar hefir hún aldrei talið jafn-gildar guðs
orði; en hún heldur því frarn, að hvorki hún sjálf né
nein önnur kirkjudeild eigi að breyta trúarjátningu
sinni af nökkurri annarri hvöt en þeirri, að hún álíti
liána ekki i samræmi við opinberun guðs. En við sam-
einingar-tilraunum, sem gerðu þetta að grundvállar-
setningu, mundi hún aldrei amast.
Fastheldni við trúarjátningu sína eins lengi og
maður er sannfærður um, að hún sé í samræmi við guðs