Áramót - 01.03.1907, Síða 39
43
af deilunum, sem stóöu á þriðju og fjórðu öld út af
tvennskonar eöli Krists, og hafi átt að sanna með þessu,
aS Jesús hafi jafnvel í dauðanum og eftir dauSann
haldiS hvorutveggja. Sú kenning hafSi komiS upp, aS
manneSli Krists næSi eigi nema til náttúrlegs likama
hans, en eigi til anda hans. Hér er því lögð áherzla á
það, aS Kristur hafi í andanum farið í dauSraríkið, og
andi hans, guSmannlegur, birst í bústað framliSinna.
Sú trú, aS Kristur hafi niður stigiS í dauSraríkið, er
vitanlega komin frá fyrstu kristni, og er þaS trúaratriði
svo skiliS venjulega, að hann þar hafi opinberaS sigur
sinn yfir ríki djöfulsins og leyst úr bústöSum Hadesar
sálir hinna hólpnu, er þar biðu, og flutt þær með sér til
bústaðar guðs á himnum.
OrSiS „almenn“ í greininni um kirkjuna er komiS
inn í trúarjátninguna þegar á fjórðu öld. Þessi viS-
auki er mjög eðlilegur, því orðatiltækiS „heilög almenn
kirkja“ var mjög algengt. En á þeirri tíS, sem orðiS
kemst inn í játninguna, var það þegar búiS að fá tak-
markaSa merkingu. Hér er upphaflega ekki átt viS
alheimsriki guSs, ekki kirkjuna um heim allan, heldur
þá kirkju, sem fékk á sig sérnafniS hin kaþólska fal-
menna) kirkja, og meS því aðgreindi sig frá öllum sér-
flokkum og villutrúar-flokkum og hélt sér fast við kirkj-
una í Róm. Skilningur sá, er Mótmælendur nú leggja
í orSiS, er raunar miklu víðtækari en hin upprunalega
og sögulega merking orðsins.
AkvæSiS um „samfélag heilagra“ er mjög torskil-
iS, aS því er sögulegan uppruna þess snertir. Það kem-
ur fyrst fyrir í ýmsum útgáfum af trúarjátningunni í
vestrænu kirkju á fimtu öld og er mjög algengt á öld-