Áramót - 01.03.1907, Síða 33
37
skíröu, má þaö víst telja, að upp á þá játningu liafa
þeir, er af postulunum tóku trú, veriö skíröir, og má að
því leyti kalla hana hina postullegu trúarjátningu. Á
hinn bóginn eru það munnmæli ein, sem viö engin rök
eiga aö styöjast, aö trúarjátningin, sem kölluö er hin
postullega, sé, í þeirri fullkomnu mynd, sem hún nú
hefir, samin af postulunum. Sú kenning er til oröin
innan kaþólsku kirkjunnar á hjátrúar-tið hennar.
Snemma á miðöldunum varö til sú kenning, að allir
postularnir hefðu, undir leiösögn heilags anda á sjálf-
'jm hvitasunnudeginum, hjálpast að við aö semja trúar-
játninguna á þann liátt, sem nú skal greina: Pétur
segir: Eg trúi á guö föður almáttugan, skapara him-
ins og jarðar. Andrés segir: Og á Jesúm Krist, lians
einkason, drottin vorn. Jakob segir: Sem getinn er
af heilögum anda, fæddur af Maríu meyju. Jóhannes
segir: Píndur undir Pontíus Pílatus, krossfestur, dáinn
og grafinn. Tómas segir: Steig niðttr til helvítis, reis
á þriðja degi aftur upp frá dauðum. Jakob segir: Steig
upp til himna, situr til hægri handar guðs föður almátt-
ugs. Filippus segir: Mun þaöan koma til að dæma
lifendur og dauða. Bartólómeus segir: Eg trúi á heil-
agan anda. Matteus segir: Heilaga, almenna, kirkju,
samfélag heilagra. Simon segir: Fyrirgefningu synd-
anna. Taddeus segir: Upprisu holdsins. Mattías seg-
ir: Og eilíft líf. — Frá þessari kenningu hefir sjálf
kaþólska kirkjan falliö, þótt hún trúi postullegum upp-
runa trúarjátningarinnar í almennum skilningi.
Trúarjátninguna ber fyrst og fremst að skoða sem
varnarmúr, er kristin kirkja hefir hlaðiö umhverfis
hjarta-punktana í kenninga-kerfi sínu, og mundi við ná-