Áramót - 01.03.1907, Side 79
«3
vér fylgjum hugsunarafli sálarinnar, getur nifiurstaöan
verið röng. Og Þótt niðurstaðan sé röng, er ekki þar-
imeð sagt, að engu hugsunarafli hafi verið beitt til þess
að komast að Þeirri ályktun. Þótt rnaður, sem er að
lyfta steini, geti ekki hafið hann frá jörðu, væri samt
ekki rétt að segja, að hann hafi ekki beitt neinum lík-
amlegum kröftum. Og svo vér snúum Því við: Þó að
vér höfurn töluverða líkamlega krafta, er ekki víst, að
vér getum numið burt bjargið, sem liggur á veginum.
Eins er það, að þótt eitthvert málefni sé borið fram í
nafni skynseminnar, þá er ekki víst, að það sé sannleik-
ur. Þvi að nálega allar nýjar tilgátur eru bornar fram
í nafni skynseminnar, enda eru Þær óneitanlega knúðar
fram af meiri eða rninni hugsunarkrafti. En ekki eru
þarmeð allar tilgátur sannleikur.
Þegar vantrúarmaður talar um það, að kenningar
kristinnar kirkju komi i bága við skynsemina, þá gjörir
hann það sjálfsagt vegna þess honum finst sín eigin
stefna skynsamlegust; en hann gleymir því, að hverjum
skynsömum manni finst sin eigin stefna skynsamlegust,
og að það, sem einum er skynsenii, getur öðrum verið
heimska. Eg fæ ekki annað skilið en að hver einn
hugsandi maður liafi einhverjar skynsamlegar ástæður
fyrir lifsskoðati sinni.
Því vil eg þó ekki neita, að það er fleira en skyn-
semin, sem á þátt í því, að mynda lifsstefnu manna. f
því sambandi rnætti nefna lundarlag nianna, margvísleg-
ar ytri ástæður, ástand hjartans, hvort þar hýr hógværð
eða hroki, ásigkonutlag viljans, einkenni þjóðanna, sem
mennirnir tilheyra, og hin margvíslegu félagslegu áhrif,
sem mennirnir verða fyrir. Það er engan veginn vist,