Áramót - 01.03.1907, Side 43
47
um „Kirkjublaðsins" hins eldra, sem hóf göngu sína
með nýári 1891, lá krafan um aðskilnað rikis og kirkju
svo sterklega í loftinu á íslandi, að ritstjóri þess tíma-
rits, séra Þórhallr Bjarnarson, forstöðumaðr prestaskól-
ans í Reykjavík, frábærlega gætinn maðr og skýr, fann
sig til knúðan að setja Það mál á dagskrá í blaði sínti.
Það var í Desember 1893, að hann kom Þar fram með
mjög skilmerkilega og eindregna yfirlýsing í Þá átt. I
grein sinni um Það efni tekr hann meðal annars fram,
að Því lengr sem hann hugsi um málið um hið ytra fyr-
irkonmlag kirkjunnar á Islandi og reyni að kynna sér
útlend rit og annarra Þjóða reynslu í Því efni, Því inni-
legri verði sú ósk sín, að hin evangeliska lúterska kirkja
Þar i landi verði með öllu sjálfstœtt félag fyrir sig; en
hins vegar játar hann, að sér verði Það æ ljósara, hve
aiar rniklum vanda Þetta sé bundið. Hann segir, sem
satt er, að öll kirkjuleg löggjöf Islands hafi á næsta ald-
arfjórðungi Þar á undan farið í sjálfstœðisáttina. Með
tilliti til Þess undirbúnings, svo og einstakra radda frá
héraðsfundum, enn fremr yfirlýsingar tveggja prófasta
á alÞingi sama ár, og loks hvað helzt upphvatningar
nokkurra merkra presta. telr hanti Það i sínum augum
orðið tímabært, að taka Þá fyrir aðskilnað ríkis og
kirkju sem eitt hið Þýðingarmesta mál islenzkit kirkj-
unnar. Samkvæmt Þessari yfirlýsing býðr hann svo
mönnum til frjálsra umrœðna í blaði sínu ttm málið,
jafnt Þeirn, sem kunna að vera á móti skilnaðinum, eins
og hinum, sem i anda eru Þar með. Jafnframt Þessu
ætlast hann til, að málið sé rœtt á héraðsfundum, hinum
lögákveðnu ársfundum prófastsdœmanna víðsvegar um
land, og á synódus, prestastefnunni árlegtt í Reykjavík.