Áramót - 01.03.1907, Síða 219
223
Var álitið samþykt í eáiu hljóði.
Þá lagði dr. B. J. Brandson fram svo hljó'ðandi
íkýrslu frá skólamáls-nefndinni:
Nefndin, sem sett var til þess að íhuga skýrslur
kennara og mentamála-nefnda kirkjufélagsins og menta-
mál þess, leyfir sér hér með að leggja fram svo hljóðandi
álit sitt:
1. Að framkvæmdanefnd sú, í skólamálinu, sem kirkju-
þingið hefir þegar samþykt að kjósa til næsta árs, hafi
511 umráð yfir skólamáli kirkjufélagsins á næsta ári., og
að hætt sé við hinar tvær starfsnefndir, sem liafa liaft uni-
ráð yfir kennara-embættunum við Wesley College í Winni-
peg og Gustavus Adolphus College í St. Peter.
2. Að skólanefndinni sé heimilað að veita $500 úr
skólasjóði, til styrktar kennaraembættinu við Gustavus
Adolphus College á næsta ári, og ráða kennara til þess
embættis.
3. Að nefndinni sé falið á hendur að leitast við nð
komast að samningum við Wesley College, með því mark-
niiði að Wesley College taki algjörlega að sér kenslu í ís-
lenzku við þann skóla á næsta ári. Ef nefndin ekki getur
komist að slíkum samningum við Wesley College, þá skal
hún ráða mann, til þess starfa, og hafa vald til að semja
við hann um laun hans, sem borgast skulu úr skólasjóði.
4. Að hinn núverandi sjóður. sem er í höndum nefnd-
ar þeirrar, sem hefir haft umráð yfir kennara-embættinu
við Wesley College, sé lagður við aðal-skólasjóð kirkju-
félagsins. með því að samþykt hefir verið, að kostnaður
sá. sem kirkjufélagið kann að hafa í sambandi við það
embætti, borgist úr hinum almenna skólasjóði.
Á kirkjuþingi i Winnipeg, 25. Júní 1907.
B. J. Brandson, John J. Vopni, Sig. Sigurðsson,
J. J. Bildfell, Kl. Jónasson.
Samþykt að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið.
Fyrsti liður samþyktur.