Áramót - 01.03.1907, Síða 6
IO
einnig hér hjá oss. Tíminn leiSir i ljós, hverjar afleiS-
ingarnar veröa. Um blaö þaö, sem nú mun teljast
málgagn kirkjunnar á Islandi, „Nýtt KirkjublaS“, verS-
ur ekki sagt, aS það hafi mikil áhrif á menn hér vestra.
Flestum mun virSast þaS fremur veigalítiS og lítt falliS
til aS koma mikilvægum nauSsynja-fyrirtækjum á fram-
færi.
AuSvitaS höfum vér enga aSstoS átt skiliS aS fá
frá hinni fyrri ættjcrS vorri, íslandi, enda höfum vér
enga fengiS. Samt er eitthvaS einkennilegt við þaS,
aS í íslenzkum ritum má sífelt lesa um það, hversu ant
mönnum „heima“ sé um þaS, aS hjá oss hér vestra viS-
haldist íslenzk tunga og islenzkar bókmentir, en þó
hefir þjóSin þar heirna ekki rétt út litla fingur sinn til
þess aS hjálpa oss til þess aS koma mesta áhugamáíi
voru, skólamálinu, í framkvæmd. Vér höftim sann-
færst um, aS því aS eins geti veriS um viShald tungu
vorrar og bókmenta aS ræSa hér um nokkurt tímabil,
aS vér getum eignast íslenzka mentastofnun. AS koma
henni upp hefir hingaS til veriS oss ofvaxiS og rnargir
berunt vér harm í hljóSi út af vonbrigSum í því sam-
bandi. Ef þjóSinni á Islandi er í raun og veru ant um,
að vér geymum þó ekki sé nema bókrnál og bókmentir
hennar, hví gerir hún þá ekkert til aS stuSla aS því?
En ef til vill kemur þaS til eingöngu af fátækt
fólks á íslandi, aS engin slik aSstoS hefir veriS látin í
té, og er þá ekkert um aS tala. A5 því leyti stöndum
vér þá betur aS vigi hérna megin hafsins, aS þótt vér
enn þá höfum af eigin ramleik ekki veriS því vaxnir,
aS koma stærstu framfara-hugsjónum vorum í fram-
kvæmd, þá geturn vér rétt bróSurhöndina hjálpandi