Áramót - 01.03.1907, Side 211
215
Ekki vitum viö annaö en „Ljósgeislum" hafi veriö vel
tekiö, hvar sem þeir hafa kynt sig.
Til sunnudagsskólaþings var stofnað af okkur í
Fyrstu lútersku kirkju í VVinnipeg í Febrúar. Vegna þess,
aö svo oft hafa að eins sömu mennirnir tekið þátt í þess-
um þingum, hugkvæmdist okkur að æskilegt væri að
lieyra hugmyndir annarra þjóða manna um sunnudags-
skólamálið. Fengum við því Mr. W. H. Irvvin, útbreiðslu-
stjóra sunnudagsskólafélagsins í Manitoba, og Miss E.
Pa’k, kennara við kennaraskóla fylkisins, til að flytja ræð-
ur á þvi þingi. Þingið stóð yfir síðari hluta dags og
kvöld hins 13. Febrúar. Mr. Irvvin flutti langa ræðu eft-
ir miðjan dag um skilyrði þau, sem sunnudagsskólakenn-
ari þyrfti að hafa til að bera. Um kvöldið talaði hann
um takmark það, sem kennarinn ætti að setja sér. Þá tal-
aði Miss Palk um kennslu yngri barna. Enn fremur tal-
aði Hjörtur Leó um þululærdóm. Af ensku ræðunum
sannfærðumst vér, sem hlýddum á, betur en nokkru sinui
áður um það, hve kirkjufélag vort er skamt á veg komið
í sunnudagsskólastarfi. í því höfum vér vissulega mikið
af öðrum að læra. Sér staklega er vert að benda á það,
að samkvæmt þessum ræðum hefir hin enska sunnudags-
skólastarfsemi sett sér það takmark að koma öllum söfn-
uðinum undir áhrif sunnudagsskólans. Vér teljum að
þingið hafi hepnast vel og að því hafi verið andlegur
gróði fyrir þá, sem þar voru.
Nefndin bjó og undir sunnudagsskólaþing í sambandí
við þetta kirkjuþing.
Hérmeð leyfir nefndin sér að biðja kirkjufélagið að
lána úr sjóði sínum nægilegt fé til þess að borga útgáfu-
nefnd General Council’s myndaspjöld þau, er keypt voru,
að upphæð $198.00, sem borgist jafnóðum og fé kemur inn
fyrir „Ljósgeisla". sem seldir verða.
Enn fremur vill nefndin leyfa sér að benda á það, að
nauðsynlegt sýnist, að gefa út dálítið sunnudagsskólakver
með guðsþjónustuformi sunnudagsskólans í ásamt nóturn