Áramót - 01.03.1907, Side 143
H7
nokkru öðru, er lifandi kristindómr; þar næst af því, aö
þetta er í rauninni einn þáttr í missíónar-starfsemi vorri á
næstliönum missirum; í þriöja lagi sökum þess, að nú gefst
svo hentugt takifœri til þess að mótmæla þeirri rakalausu
illkvittnis-ákæru, sem hvað eftir annað hefir opinberlega
verið fleygt frarn síðan í fyrra, að fyrirtœki þetta hafi hafið
verið af forgöngumönnum þess í þeim mjög svívirðilega til-
gangi að spilla fyrir samskotunum til bágstaddra ekkna og
barna sjómannanna rnörgu, sem týndust við strönd íslands í
hinu mikla voðaveðri í fyrra vor;—og loks, í fjórða lagi,
fyrir þá sök, að út af þessum samskotum til hins reykvíkska
missíónarhúss reis meðal Vestr-íslendinga upp ritdeila í
blöðunum, er lengi mun verða í minnum höfð og flestu öðru
fremr ber þess vott, hvernig löguð öfl það eru í þjóðlífi
voru hér, sem kristindómrinn verðr við að eiga. Bandalag
Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg varð fyrst til þess að
sinna málinu verklega, og síðar, þótt ekki væri upphaflega
til þess ætlazt, til þess að gangast fyrir því víðsvegar um
islenzkar byggðir hér vestra. Frá árangrinum, sem eftir
ástœðum öllum er vel viðunanlegr, hefir verið skýrt t
„Sam.“ En nú verðr samskotum þeim ekki lengr haldið'
áfram.
Mótspyrna gegn hinu heilaga málefni, sem kirkjufélag
vort hefir meðferðis, af hálfu opinberrar kristindóms-af-
neitunar er ekki mjög hættuleg. Hitt er varhugaverðara
og má telja all-ískyggilegt, að kristindómstegund ein, sem
réttilega getr hálf-trú kallazt, „klappar á dyr með lófa sín“
nú í seinni tíð hjá oss og beiðist inngöngu. Það er „nýja
guðfrœðin" svo nefnda, sem hér er um að rœða. Hún er
svo snyrtilega búin og svo vísindalega varin, að freistanda
getr orðið, að henni sé hér veitt kurteis viðtaka, það þvt