Áramót - 01.03.1907, Side 92
96
Nei, vissulega ekki; þetta er að eins niðurröðun verka
i samræmi viö eðli mannsins; Höndin getur ekki reikn-
að dæmið og andinn ekki höggvið brennið. Hvernig stóð
á þ ví, að sonurinn kom í heim þennan og leiö fyrir
mennina, en ekki faðirinn? Vafalaust af því, að það
var í samræmi við hina eilífu verkaskifting heilagrar
þrenningar. Það var jafn-sjálfsagt, að sonurinn, en
ekki faðirinn tækist á hendur verk friðþægingarinnar,
eins og það, að höndin, en ekki andi mannsins hjyggi
brennið.
í þessu höfum vér farið eftir leiðbeiningu skynsem-
innar. En ef vér athugum bendingar hennar rétt, sjá-
um vér einnig takmörk hennar. Þá er til þess kemur
að útskýra, með nákvæmum orðum, samband þrenning-
ar-persónanna, kannast hún við vanmátt sinn; því ef
hún skildi þetta atriði fullkomlega, hefði hún um leið
fullkomna þekkingu á guði, sem ekki er unt hér á jörðu.
Þreimingin er í insta eðli sínu guðlegur leyndardómur,
en heilagur andi leiðir skynsemi mannsins að þessum
leyndardómi.
Jesús var eitt sinn staddur á hátíð Gyðinga t Jerú-
salern. Fór hann þá ofan að lauginni Betesda, sem
umkringd var af fjölda veikra manna, er þangað voru
komnir í þeirn tilgangi, að fá lækningu, ef unt væri.
Biðu þeir þess, að rót kæmist á vatnið í lauginni. Menn
trúðu því, að sá, sem fyrst færi ofan í laugina eftir að
vatnið hefði hrærst, yrði alheill heilsu, hver veiki sem
hefði áður þjáð hann.
Ef vér líkjurn kristinni kirkju við laug, má óhætt
fullyrða, að yfirborð hennar sé langt frá því að vera
slétt á yfirstandandi tíð. Þaö stendur yfir töluverð