Áramót - 01.03.1907, Side 66
70
í lífi mannanra, er umfram alt ÞaS, að guð hafi opin-
berafi sig mönnunum, og verk hennar er að kunngera
mönnunum þá opinberun. Þetta er sá sameiginlegi
grunclvöllur, sem allar kristnar kirkjudeildir byggja á.
Og guði sé lof, það er sá grundvöllur, sem vér sem
xslenzkt lúterskt kirkjufélag einnig byggjum á.
Um leið og þetta er hið mesta gleðiefni, er það
einnig, eins og þegar er bent á, hið mesta ábyrgðarefni.
Það er gleðiefni, því á því hvilir sigurvon kirkjunnar,
þótt oft blási á móti. Það er ábyrgaðerefni „að van-
rækja þvílíkan frelsis-lærdóm.“ Það væri bein óhlýðni
við guðs boð. Öllum ætti að vera Ijóst, hvernig þessi
guðlegi uppruni kenningarinnar hlýtUr að ákveða af-
stöðu kirkjunnar í heiminum. Hún heldur því ekki
franx, að hún hafi með höndum neitt læknislyf við mein-
um mannanna, sem þeir sjálfir hafa upphugsað; en hinu
heldur hún frarn, að hún hafi boðskap frá guði til mann-
anna, og að sá bcðskapur gefi henni tilverurétt og verk-
efni. Kirkjan hikar sér ekki við að staöhæfa, að húu
standi á þessum grundvelli. Það er sá grundvöllur,
sem hún hefir staðið á frá byrjun, þótt meginið af þeim
árásum, sem hún hefir orðið fyrir, hafi í raun réttri ver-
ið árásir á þennan grundvöll. Og þennan grundvöll
gctur hún ekki yfirgefið nexna hún beinlinis afneiti
•clrottni sínum og frelsara.
Þar sem kirkjan byggir á opinberun frá guði, þá
hefir það verið samhljóða álit allra deilda kirkjunnar,
að hún þurfi að gera sér sem glöggasta grein fyrir til-
gangi þeirrar opinberunar og opinberunar-atriðunum
sjálfum. Að balda því fram, án þess að neita því bein-
linis, að opinfcerun hafi átt sér stað, að hin svonefndu