Áramót - 01.03.1907, Side 225
229
HeiSruðu bandalagsnienn!
Á síðastliðnu ári hafa bandalögin sameinuðu verið io
talsins. Hafa þau haldið áfram að lifa og starfa á árinu
svipað því, er var að undanförnu. Að vísu var það sér-
stökum erfiðleikum bundið að halda uppi fundum í sumum
bandalögunum úti á landsbygðinni á síðastliðnum vetri
vegna alveg óvanalegra harðinda. Varð það til þess að
fundir urðu strjálli og verr sóttir, en annars hefði mátt
búast við. Þetta nær þó að eins til mjög litils hluta
bandalaganna.
„Reading Course“ hugmyndin, sem ráðið var til að
leitast skyldi við að innleiða hjá oss á síðasta þingi, hefir
að því leyti komist í framkvæmd á árinu, að bent hefir
verið á bækur, er bandalögin gætu notað til að byrja með
í slíkum „reading course“. Eru það býðing trúarinnar
eftir Skovgaard Peterson, og „Fornsöguþættir“ II. fmeð
meginmáli Njálssögu, Rvík 1899J. En það mun enn þá
mjög lítið vera gjört í þá átt að innleiða notkun hinna
ofangreindu bóka í bandalögunum.
Bandalagsstarfsemin er auðvitað ýmsum erfiðleikum háð.
í bæjunum er svo mikið um að vera af ýmsu tagi, að það
vill skyggja á starfsemi bandalaganna. Úti á landsbygðinni
eru aftur erfiðleikarnir meiri á því að sækja fundi, og oft
minni kraftur til þess einnig þar, að prógrömmin geti orð-
ið ske.ntileg og uppbyggileg. Þessir erfiðleikar og aðrir
fleiri verða auðvitað aldrei algjörlega yfirstignir, en til
þess að félagskapurinn geti þrifist þarf að finna hin beztu
ráð, sem unt er, til að stemma stigu við þvt, sem vill
verða honum til tjóns. Eitt aðal-meinið á félagskap vor-
um álít eg vera það, hve einangrað hvert félag er fyrir
sig. Það eina, sem tengir bandalögin saman, er stutt
þing einu sinni á ári, og bréfaviðskifti, sem eru mjög lít-
illi reglu bundin, og hafa t. d. á síðastliðnu ári ekki náð
nema til sumra bandalaganna. Með þessu móti geta
bandalögin auðvitað ekki verið hvort öðru neitt verulega
til stuönings. Eg vil benda á, að beðið hefir verið um að