Áramót - 01.03.1907, Side 75
79
ins við guð, sem hlýtur að leiöa til lífs í þjónustu drott-
ins. HeilbrigSur kristindómur byggir trúarjátningu
sína, trúarlíf og ytri breytni að öllu leyti á opinberun
drottins. Hann aðskilur ekki þetta þrent, því hann vill
ekki sundurskilja það, sem guð hefir samtengt. Hjarta-
punktur hins kristilega lífs er trúin, traustið og kærleik-
urinn til frelsarans Jesú Krists. Sá, sem á það í fari
sínu, vill frelsaranum enga óvirðingu sýna, heldur laga
alt líf sitt hið ytra og innra samkvæmt hans vilja. Þrá-
in eftir því vildum vér að mætti ganga eins og rauður
þráður gegn um alt líf Þess kirkjulega félagskapar, sem
vér tilheyrum. Þar verður þá aldrei skortur á ávöxtum
eftir guðs vilja.
Þegar vér nú nálgumst kveldmáltiðarborð drottins
vors, finnum vér víst allir til þess, að það sem gerir oss
kveldmáltíðina svo óviðjafnanlega dýrmæta, er einmitt
þetta, að frelsari vor sjálfur hefir gefið oss hana.
Vegna þess að hann hefir innsett hana finnum vér til
þess, hve mikill ábyrgðarhluti það er að vanrækja hana,
eða færa sér hana óverðuglega í nyt. Vér geymum
hvert orð hans um þennan mikla helgidóm í hjarta voru,
og treystum þeim orðum með barnslegu trausti, sann-
færðari um það en alt annað, að hans orð og fyrirheit
standa. þótt alt annað bregðist. Þetta, og það að eins,
gefur oss djörfung til að hagnýta oss þennan mesta
leyndardóm guðs ríkis á jörðunni. í hvert sinn sem
vér komum að kveldmáltíðarborðinu erum vér því á-
þreifanlega mintir á grundvöll trúar vorrar, sem er um-
fram alt opinberun guðs í Jesú Kristi. Og það ætti að