Áramót - 01.03.1907, Side 101
bálvondur í hvert sinn, sem slíkar hugmyndir létu á sér
bera? Skyldi hann hafa ausið þær bannfæringum og
hrópað anathema sit ávalt, er hann varð þeirra var? Þá
hefði fagnaðarerindið hans alt snúist í bannfæringar.
Mun hann hafa staðið eins og guðfræðingur með
brugðnu sverði til að sníða höfuð af hverri villukendri
skoðan um leið og hún gægðist fram? Nei. Til þess
að láta sér slíkt til hugar koma, vissi hann of vel, að þá
myndi höfðafjöldinn margfaldast og verða honum of-
urefli. Mun hann hafa eytt tímanum til að þrátta sér-
lega lengi um þess konar? Nei, því þá hefði öll hans
dýrmæta æfi eyðst til þess og hann orðið postuli þrátt-
girninnar, en eigi postuii trúarinnar.
Hvað gjörði hann þá, þegar hann var staddur í
hópi hinna óstyrku? Hann rétti út hönd sína og bað
sér hljóðs. Hann sýndi þeim mannkynsfrelsarann,
Jesúm Krist, krossfestan og líflátinn fyrir þá kærleik-
ans kenning, sem hann flutti heiminum, guðs eingetinn
son, sendan til að koma syndugum og villuráfandi
mönnum í sátt við guð og gjöra þá að börnum hans.
Hann gjörði það með öllum hita sálar sinnar, eins og
sá, sem álítur alt annað smáræði hjá því að koma
mannssálum í samband við frelsara sinn, og trúa á hann.
Hann gekk fram hjá ótal smádeiluefnum, sem þeim, er
í þokunni voru staddir, hafa sýnst óumræðilega mikil-
væg, til þess að geta þeim mun betur sýnt þeim sól
hjálpræðisins, sem logaði og lýsti fyrir ofan þokuna. Og
svo hefir hann að líkindum bætt við: „Eg er ekki annað
en óstyrkur aumingja maður eins og þér. Eg skil ekki
alt leyndarráð guðs framar en þér. En eitt veit eg og
það er þetta: Jesús Kri-tur er í heiminn kominn