Áramót - 01.03.1907, Side 90
94
haldiö því fram, aö heir hafi ekki haft þörf á neinu ööru
en oröum Jesú’ Sú saga sýnir einmitt betur en nokkuö
annaS, aö engin orö út af fyrir sig eru fullnægjandi.
Þaö er ekki fyrr en orðin ljóma í ljósadýrð skilnings-
ins, sem heilagur andi veitir, að orðin verða að lífsafli
í mannssálinni. Jesús hefir sjálfur leitt þennan sann-
leika fram. Hann sagði lærisveinum sínum berlega:
„Það er yöur til góðs, að eg fari héðan“ , og „Þegar
hann, sá sannleikans andi, kemur, mun hann leiða yður
í allan sannleikann.“ Nú skilst mér auðvitað, að heil-
agur andi hafi verið til þess búinn að veita lærisveinun-
um þennan yfirgripsmikla skihting á kristindóminum
löngu fyrr; en það var fyrst á hvítasunnu, að þeir voru
færir um að veita honum viðtöku.
En hafi lærisveinunum reynst svona torvelt að veita
himneskum sannindum viðtöku og hafi þeir haft þörf á
heilögum anda til að skilja þau orð, sem Jesús talaði
persónulega við þá, er oss óhætt að hafa það fyrir satt,
að allir menn hafa þörf á þessari persónu guðdómsins,
til að eyða villumyrkri þvi og skilningsskorti þeim, sem
hjá þeim ríkir.
Hvað er það þá, sem andmælendum þrenningar-
trúarinnar finst óskynsamlsgt við har.a? Eg fæ ekki
séð, hvernig nokkur maður, sem á annað borð trúir á
guð, fer að telja þrenningar-hugmyndina óskynsamlega.
Því að um leið og vér könnumst við tilveru guðs játum
vér trú vora á niðurröðun og aðgreining í gjörvallri til-
verunni. Að áliti þess manns, sem neitar tilveru hins
andlega heims (materíalistans) er ekkert annað til en
efni. Þar er engin aðgreining. Jafnvel maðurinn er
ekkert aunað en efni. í hugsun hans er engin þrenn-