Áramót - 01.03.1907, Page 144
148
fremr sem hún hefir hiklaust og hjartanlega verið innhýst
á íslandi á höfuöbóli þjóökirkjunnar þar.
Út af þessari sérstöku hættu hafa menn eölilega víða í
nútíöarkristninni minnzt harmsögu einnar, sem frá er skýrt
í 4. kapítula fyrri Samúelsbókar. fsraelsmenn eiga þá
sem oftar í ófriði viö Fílistea. Þeir tóku sáttmálsörkina
með sér til bardagans, en misstu hana og biðu hræðilegan
ósigr. Elí dómari, háaldraðr, nærri tirœðr, gat auðvitað
ekki verið með hernum, heldr beið úrslitanna áhyggjufullr
heima hjá sér. Svo allt í einu berst honum með hlaupara
einttm fréttin um ósigr fsraelsmanna, og það með, að synir
hans báðir, þeir Hofní og Píneas, sé fallnir og örk drottins
tekin af óvinunum. Voðafréttin ltefir þau áhrif á hann, að
hann fellr aftr á bak af stólnum, sem hann sat í, og lætr
lífiö. Öll þessi hryggðartíðindi berast til tengdadóttur
hans, konu Píneasar, og verða henni að bráðum bana. Fast
viö andlát sitt elr hún sveinbarn og kallar upp nafn það,
er barn'ð skyldi bera: Ikabod, sem merkir „heiðrlaus“ eða
„án vegsemdar“,— og gjörir um leið svo látandi grein fyrir
þeirri nafngjöf: „Horfin er vegsemdin—dýrðin—frá ísra-
el“, — því örk gttðs var tekin.
í>att ummæli eru höfð eftir Joseph Parker, frægum og
ágætum kenn'manni Kongregazíónalista í City Temple í
Eundúnum á Englandi, sem fvrir fám árum er látinn, að ef
til þess skyldi koma, að nýja guðfrœðin ryddi sér til rúms í
þeirri kirkju, þá vildi hann, að uppi yfir dyrunum þar væri
ritað Ikabod.
Sama orðið í hinni upphaflegu ógæfumerking þess
skilst mér að einnig megi rita uppi yfir þessu litla tslenzka
kirkjufélagi, ef svo skyldi fara, að samskonar trúarskoðan
yröi hér ofan á.